Lífið

Hjaltalín til Evrópu

Hljómsveitin er á leiðinni í tónleikaferð um Þýskaland og Belgíu.
Hljómsveitin er á leiðinni í tónleikaferð um Þýskaland og Belgíu.
Hljómsveitin Hjaltalín heldur á sunnudag í tónleikaferð til Þýskalands og Belgíu og stendur ferðin til 18. desember. Tónleikarnir verða sex talsins og verða fimm þeirra í Þýskalandi. Snorri Helgason mun hita upp á tónleikunum í Þýskalandi.

Hjaltalín ætlar að einnig að ferðast til Parísar þar sem sveitin kemur fram í sjónvarpsþættinum vinsæla Soiree de Poche sem er gerður í samstarfi við sjónvarpsstöðina Arte. Þátturinn er þannig uppbyggður að hljómsveitum er komið fyrir í íbúð þar sem haldnir eru tónleikar fyrir helstu aðdáendur sveitar­innar og herleg­heitin eru síðan tekin upp.

Stutt er síðan Hjaltalín sendi frá sér mynddiskinn og plötuna Alpanon sem hefur að geyma efni frá tónleikum hennar með Sinfóníu­hljómsveit Íslands. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís um næstu helgi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.