Fótbolti

Paragvæ vann Japan eftir vítaspyrnukeppni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. AFP
Paragvæ er komið áfram í 8-liða úrslit HM þar sem liðið mætir annaðhvort Portúgal eða Spáni. Paragvæ vann eftir vítaspyrnukeppni.

Leikurinn var mjög bragðdaufur, og reyndar leiðinlegur. Japanar áttu sláarskot í fyrri hálfleik en það er nánast það eina sem gerðist allan leikinn.

Liðin greinilega hrædd við að sækja enda mikið í húfi.

Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Komano skaut í slánna fyrir Japan í þriðju umferð og Paragvæ komst í 4-2.

Honda skoraði þó fyrir Japan en Oscar Cardozo skoraði fyrir Paragvæ og tryggði þjóðinni sæti í 8-liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×