Nauðganir og ofbeldi á jólum 29. desember 2010 05:30 Skotárás Sex menn voru handteknir á aðfangadag eftir að gerð hafði verið skotárás á heimili í Bústaðahverfi. Fjórir þeirra sitja nú í gæsluvarðhaldi. mynd/stöð 2 Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönnum sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Rannsókn er enn í fullum gangi og yfirheyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldismálin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkniefnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnaðir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahátíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönnum sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Rannsókn er enn í fullum gangi og yfirheyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldismálin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkniefnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnaðir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahátíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira