Enski boltinn

Capello á að fylgjast með Carroll

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carroll sló í gegn um helgina.
Carroll sló í gegn um helgina.

Andy Carroll, framherji Newcastle, skaut sér upp á stjörnuhimininn í enska boltanum um helgina þegar hann skoraði þrennu gegn Aston Villa í 6-0 sigri Newcastle.

Newcastle-goðsögnin Malcolm McDonald segir að enski landsliðsþjálfarinn, Fabio Capello, eigi að fylgjast með Carroll frekar en Bobby Zamora.

"Ég hef sagt að það væri núna eða aldrei hjá Andy. Þetta á að vera hans tímabil. Að skora í 1. deildinni er eitt og mér fannst að hann hefði átt að skora meira í fyrra," sagði McDonald.

"Hann braut síðan stóran múr um helgina. Þetta voru þrjú hágæðamörk hjá honum. Nú hefur hann tækifæri til þess að sanna að hann sé efni í landsliðsmann. Capello var líklega að fylgjast með Zamora um helgina en mér finnst Carroll vera miklu betri leikmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×