Eyjólfur: Skotar voru ánægðir með að hafa tapað bara 2-1 Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar 11. október 2010 13:00 Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 liðs Íslands, á von á erfiðum leik gegn Skotum á Easter Road í Edinborg í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Íslands á Laugardalsvelli en í húfi í kvöld er sæti í sjálfri úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Aðeins átta lið komast í úrslitakeppnina og yrði það mikið afrek fyrir íslenska liðið að komast í þann hóp. Eyjólfur hefur skoðað vel síðasta leik og reiknar með að Skotar muni reyna að sækja meira í dag. „Þetta er afar vinnusamt lið og ég reikna með að þeir muni pressa mikið á okkur. Mér hefur skilst á því sem ég hef lesið í blöðunum að þeir ætli okkur ekki að leyfa að spila boltanum eins og við gerðum síðast." „Þeir fundu að við erum öflugir á því sviði. Við látum boltann ganga hratt manna á milli og erum fljótir að finna kantana og nýta okkur þá. Þeir sögðu að ekkert lið í þeirra riðli í undankeppninni hefði verið að spila svo fljótt og verið jafn framsæknir og við. Það kom þeim í opna skjöldu og þeir voru ánægðir að fara heim með aðeins 2-1 tap á bakinu," segir Eyjólfur. „Þeir munu reyna að hindra okkar spil og leysa upp leikinn. Þeir segja að það verði þeirra taktík og við erum undirbúnir fyrir það." „Við munum reyna að nýta okkur þetta og teygja þá í sundur sem lið. Þá opnast svæði sem við getum nýtt okkur enda afar mikilvægt að sækja ekki á þá þar sem þeir eru þéttastir fyrir. Við þurfum að nýta okkur kantana og komast á bak við varnarlínuna þeirra." Þó svo að jafntefli muni duga Íslandi í dag segir Eyjólfur að liðið muni leggja áherslu á að sækja og skora. „Við ætlum okkur að skora. Við höfum alltaf skorað í okkar leikjum og höfum verið duglegir að sækja. Við viljum halda því áfram. Það þýðir ekkert bara að verjast þegar við erum með boltann. Það er til einskis. Við erum sterkir í okkar sóknarleik og vitum vel af því. Við erum óhræddir við að halda boltanum og munum gera það." Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 liðs Íslands, á von á erfiðum leik gegn Skotum á Easter Road í Edinborg í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Íslands á Laugardalsvelli en í húfi í kvöld er sæti í sjálfri úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Aðeins átta lið komast í úrslitakeppnina og yrði það mikið afrek fyrir íslenska liðið að komast í þann hóp. Eyjólfur hefur skoðað vel síðasta leik og reiknar með að Skotar muni reyna að sækja meira í dag. „Þetta er afar vinnusamt lið og ég reikna með að þeir muni pressa mikið á okkur. Mér hefur skilst á því sem ég hef lesið í blöðunum að þeir ætli okkur ekki að leyfa að spila boltanum eins og við gerðum síðast." „Þeir fundu að við erum öflugir á því sviði. Við látum boltann ganga hratt manna á milli og erum fljótir að finna kantana og nýta okkur þá. Þeir sögðu að ekkert lið í þeirra riðli í undankeppninni hefði verið að spila svo fljótt og verið jafn framsæknir og við. Það kom þeim í opna skjöldu og þeir voru ánægðir að fara heim með aðeins 2-1 tap á bakinu," segir Eyjólfur. „Þeir munu reyna að hindra okkar spil og leysa upp leikinn. Þeir segja að það verði þeirra taktík og við erum undirbúnir fyrir það." „Við munum reyna að nýta okkur þetta og teygja þá í sundur sem lið. Þá opnast svæði sem við getum nýtt okkur enda afar mikilvægt að sækja ekki á þá þar sem þeir eru þéttastir fyrir. Við þurfum að nýta okkur kantana og komast á bak við varnarlínuna þeirra." Þó svo að jafntefli muni duga Íslandi í dag segir Eyjólfur að liðið muni leggja áherslu á að sækja og skora. „Við ætlum okkur að skora. Við höfum alltaf skorað í okkar leikjum og höfum verið duglegir að sækja. Við viljum halda því áfram. Það þýðir ekkert bara að verjast þegar við erum með boltann. Það er til einskis. Við erum sterkir í okkar sóknarleik og vitum vel af því. Við erum óhræddir við að halda boltanum og munum gera það."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira