Fótbolti

King óvænt í byrjunarliðinu á sunnudag?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Ledley King er öllum að óvörum byrjaður að æfa aftur og gæti spilað við hlið John Terry í hjarta ensku varnarinnar gegn Þýskalandi á sunnudaginn. Talið var öruggt að Matthew Upson héldi sæti sínu eftir fínan leik gegn Slóvenum. "Allir leikmenn æfðu í morgun og allir eru klárir til að spila. Það er góð tilfinning," sagði Fabio Capello við blaðamenn í dag. King meiddist í leiknum gegn Bandaríkjunum og fór af velli og var talið að hann myndi ekki spila meira. En hann var fyrsti kostur til að spila með Terry eftir að Rio Ferdinand meiddist og því gæti hann hæglega spilað. Aaron Lennon, Michael Carrick og Wayne Rooney voru allir lítllega meiddir á ökkla en eru klárir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×