Fótbolti

Xavi: Viljum að Chile sæki

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Xavi fagnar með liðsfélögum sínum.
Xavi fagnar með liðsfélögum sínum. AFP
Xavi er ánægður með að þjálfari Chile, Marcelo Bielsa, ætlar ekki að spila upp á jafntefli í kvöld. Það dugir þó Chile til að komast áfram en tapi liðið gætu Svisslendingar farið áfram á þeirra kostnað. Xavi er vanur því að opna þéttar varnir og gæti því fengið aðeins meira pláss í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.30. "Það er gott fyrir Spán að þeir spili ekki upp á jafntefli," segir Xavi. "Við viljum frekar mæta liðum sem vilja vinna og þetta er í takt við það sem Bielsa hefur verið að gera." "Við erum ánægðir að þeir ætli að sækja, það mun búa til frábæran leik. Það verður mikil pressa á okkur og það eina sem við viljum er sigur," segir Xavi en Spánverjar verða að vinna til að vera öruggir áfram. Ef þeir tapa og Sviss gerir jafntefli eða vinnur Hondúras detta Evrópumeistararnir úr leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×