Spánn og Chile áfram í 16-liða úrslit - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2010 20:20 Andres Iniesta og David Villa skoruðu mark Spánverja í kvöld. Nordic Photos / AFP Nú er ljóst hvaða sextán lið komust áfram upp úr riðlakeppninni á HM í Suður-Afríku en í kvöld komust Spánn og Chile upp úr H-riðli. Spánn vann 2-1 sigur á Chile í kvöld og hlutu því bæði lið sex stig. Spánn náði efsta sætinu á markatölu og mætir því grönnum sínum frá Portúgal í sextán liða úrslitunum á þriðjudagskvöldið næstkomandi. Chile mun fá það erfiða verkefni að mæta Brasilíu á mánudagskvöldið en þeir virtust mjög sáttir við að tapa leiknum í kvöld með þessum mun. Úrslitin þýddu að Sviss hefði þurft að vinna Hondúras með tveggja marka mun en þeim leik lauk með markalausu jafntefli. Bæði lið fengu góð tækifæri til að skora í leiknum en ekkert varð úr því. David Villa kom Spánverjum yfir með skrautlegu marki á 24. mínútu. Claudio Bravo, markvörður Chile, fór langt úr eigin vítateig til að stöðva skyndisókn Spánverja en gerði ekki betur en svo að koma boltanum beint fyrir Villa sem skoraði í autt markið af löngu færi. Andrés Iniesta bætti svo öðru marki við rúmum tíu mínútum síðar með snotru skoti eftir laglega sendingu frá Villa. Um leið missti Chile mann af velli þegar að Marco Estrada fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Fernando Torres í aðdraganda marksins. Chile náði þrátt fyrir það að klóra í bakkann með marki Rodrigo Millar í upphafi síðari hálfleiks. Skot hans hafði viðkomu í Gerard Pique, varnarmanni Spánar, en markið reyndist afar mikilvægt því það þýddi að Sviss þurfti þá tvö mörk til að komast áfram á kostnað Chile. Síðustu mínútur leiksins voru því skrautlegar. Bæði lið hættu að sækja og virtust mjög sátt við stöðu leiksins eins og hún var. Enda komust þau bæði áfram og hefði engu breytt þó svo að Sviss hefði náð að skora eitt mark í blálok leiksins gegn Hondúras.Samantektir úr leikjunum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV. 16-liða úrslitin líta því svona út: Laugardagur: 14.00 Úrúgvæ - Suður-Kórea 18.30 Bandaríkin - Gana Sunnudagur: 14.00 Þýskaland - England 18.30 Argentína - Mexíkó Mánudagur: 14.00 Holland - Slóvakía 18.30 Brasilía - Chile Þriðjudagur: 14.00 Paragvæ - Japan 18.30 Spánn - Portúgal HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Fleiri fréttir Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira
Nú er ljóst hvaða sextán lið komust áfram upp úr riðlakeppninni á HM í Suður-Afríku en í kvöld komust Spánn og Chile upp úr H-riðli. Spánn vann 2-1 sigur á Chile í kvöld og hlutu því bæði lið sex stig. Spánn náði efsta sætinu á markatölu og mætir því grönnum sínum frá Portúgal í sextán liða úrslitunum á þriðjudagskvöldið næstkomandi. Chile mun fá það erfiða verkefni að mæta Brasilíu á mánudagskvöldið en þeir virtust mjög sáttir við að tapa leiknum í kvöld með þessum mun. Úrslitin þýddu að Sviss hefði þurft að vinna Hondúras með tveggja marka mun en þeim leik lauk með markalausu jafntefli. Bæði lið fengu góð tækifæri til að skora í leiknum en ekkert varð úr því. David Villa kom Spánverjum yfir með skrautlegu marki á 24. mínútu. Claudio Bravo, markvörður Chile, fór langt úr eigin vítateig til að stöðva skyndisókn Spánverja en gerði ekki betur en svo að koma boltanum beint fyrir Villa sem skoraði í autt markið af löngu færi. Andrés Iniesta bætti svo öðru marki við rúmum tíu mínútum síðar með snotru skoti eftir laglega sendingu frá Villa. Um leið missti Chile mann af velli þegar að Marco Estrada fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Fernando Torres í aðdraganda marksins. Chile náði þrátt fyrir það að klóra í bakkann með marki Rodrigo Millar í upphafi síðari hálfleiks. Skot hans hafði viðkomu í Gerard Pique, varnarmanni Spánar, en markið reyndist afar mikilvægt því það þýddi að Sviss þurfti þá tvö mörk til að komast áfram á kostnað Chile. Síðustu mínútur leiksins voru því skrautlegar. Bæði lið hættu að sækja og virtust mjög sátt við stöðu leiksins eins og hún var. Enda komust þau bæði áfram og hefði engu breytt þó svo að Sviss hefði náð að skora eitt mark í blálok leiksins gegn Hondúras.Samantektir úr leikjunum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV. 16-liða úrslitin líta því svona út: Laugardagur: 14.00 Úrúgvæ - Suður-Kórea 18.30 Bandaríkin - Gana Sunnudagur: 14.00 Þýskaland - England 18.30 Argentína - Mexíkó Mánudagur: 14.00 Holland - Slóvakía 18.30 Brasilía - Chile Þriðjudagur: 14.00 Paragvæ - Japan 18.30 Spánn - Portúgal
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Fleiri fréttir Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira