Innlent

BSRB: Hótanir stjórnvalda mjög alvarlegar

Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB.
Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Stjórn BSRB lítur það mjög alvarlegum augum að stjórnvöld skuli hafa haft uppi hótanir um að grípa inn í kjaradeilu flugumferðarstjóra með lagasetningu á löglega boðaðar verkfallsaðgerðir og brjóta þar með á grundvallarréttindum launafólks. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi BSRB í dag.

„Það að hóta setningu bráðabirgðalaga á verkfallsaðgerðir félagsins hafði bein áhrif á viðræður aðila og kom í veg fyrir eðlilega lausn kjaradeilunnar," segir í ályktunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×