Innlent

Undirbúa endurskoðunina

Jóhanna Sigurðardóttir ræddi nýverið við Jens Stoltenberg um fjármögnun á Íslandi þrátt fyrir að ekki hafi samist um Icesave.fréttablaðið/afp
Jóhanna Sigurðardóttir ræddi nýverið við Jens Stoltenberg um fjármögnun á Íslandi þrátt fyrir að ekki hafi samist um Icesave.fréttablaðið/afp

Íslensk stjórnvöld undirbúa nú endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er unnið að því að sú endurskoðun fari fram, þrátt fyrir að Icesave-deilunni sé ekki lokið. Sú vinna er á lokastigi af Íslands hálfu.

Stjórnvöld hafa þrýst á Norðurlandaþjóðirnar um að taka þátt í fjármögnun á Íslandi þó Icesave sé ekki lokið. Jóhanna Sigurðardóttir hefur rætt við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs á síðustu dögum, og þeir Össur Skarphéðinsson og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherrar þjóðanna hafa einnig ræðst við sem og fjármálaráðherrar þjóðanna tveggja.

Háttsettur embættismaður frá hollenska utanríkisráðuneytinu var hér á ferð í síðustu viku og ræddi við fjölda embættismanna. Svo virðist sem Hollendingar hafi verið tregir að setjast að samningaborðinu og innan íslenska stjórnkerfisins er það metið þannig að þeir vilji hlé frá viðræðunum. Óvíst er hverju það sætir og hvort það tengist þeirri staðreynd að nú situr starfsstjórn í landinu.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×