Fótbolti

Henry: Það var einhver sjúkdómur í hópnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry hristir hér hreyfilinn á Domenech þjálfara.
Henry hristir hér hreyfilinn á Domenech þjálfara.

Franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry segist hafa verið einangraður á HM. Hann segir einnig að sjúkdómur hafi verið í franska hópnum á mótinu.

Henry lék ekki mikið á mótinu og hann segir það hafa leitt til þess að hann hafi fjarlægst félaga sína í liðinu.

"Ég hefði getað verið stóri bróðir í hópnum en ég var það ekki. Mér fannst ég vera einangraður. Strákarnir töluðu ekki við mig eins og áður. Það var alltaf talað meira við mig áður. Þegar aðrir í hópnum taka mann ekki lengur eins alvarlega og áður þá verður allt erfiðara," sagði Henry.

Henry segir að uppákoman með Anelka hafi ekki verið aðalástæðan fyrir því að Frakkland féll úr leik með skömm.

"Ég held ekki. Það var einhver sjúkdómur í hópnum. Ég held að það sé samt ekki hægt að tala um klíkur innan hópsins. Það voru aldrei nein slagsmál. Hópurinn tók á endanum ákvarðanir saman."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×