Fótbolti

Íslenskir dómarar ætla ekki til Skotlands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Þórisson knattspyrnudómari.
Magnús Þórisson knattspyrnudómari. Mynd/Vilhelm

Íslenskir dómarar ætla ekki að fara til Skotlands og dæma þar um helgina verði þess óskað. Þetta segir Magnús Þórisson sem á sæti í Félagi deildardómara.

Skoskir knattspyrnudómarar hafa ákveðið að fara í verkfall um næstu helgi eftir að hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir störf sín.

„Það verður að virða það sem þeir eru að gera þarna úti. Langflestir dómarar samþykktu að fara í verkfall og ætlum við að virða það," sagði Magnús í samtali við Vísi.

Von er á fréttatilkynningu frá félaginu síðar í dag.




Tengdar fréttir

Gylfi: Undir dómurunum sjálfum komið

Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi að beiðni hafi borist frá skoskum knattspyrnuyfirvöldum um hjálp íslenskra dómara vegna yfirvofandi verkfalls dómara í Skotlandi.

Skoskir dómarar ætla í verkfall

Samtök knattspyrnudómara í Skotlandi vilja fara í verkfall um næstu helgi eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×