Enski boltinn

Rooney sankar að sér verðlaunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney í leik með Manchester United.
Wayne Rooney í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney hélt í kvöld áfram að sanka að sér verðlaunum fyrir frammistöðuna með Manchester United á tímabilinu sem senn fer að ljúka. Rooney var nú kjörinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum Manchester United víða um heim og hlaut fyrir það Matt Busby-verðlaunin svokölluðu. Kjörið fór fram á heimasíðu United og hlaut Rooney 83 prósent atkvæðanna. Næstir í kjörinu komu Patrice Evra og Antonio Valencia. Þá ákváðu liðsfélagar hans hjá United að velja hann besta leikmann ársins. Rooney hefur átt frábært tímabil og skorað 26 mörk í 31 deildarleik með United. Hann var einnig valinn bestur af leikmönnum úrvalsdeildarfélaganna sem og blaðamönnum í Englandi. Það var einnig tilkynnt í kvöld að mark Rooney í 3-1 sigri United gegn Arsenal fyrr í vetur hafi þótt fallegasta mark tímabilsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×