Fótbolti

Hetja Gana: Ég er hamingusamasti maðurinn í heiminum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gyan baðaði sig í sviðsljósinu í kvöld.
Gyan baðaði sig í sviðsljósinu í kvöld.

Hetja Gana í kvöld, Asamoah Gyan, réð sér vart fyrir kæti í kvöld eftir að hann hafði skotið Gana í átta liða úrslit á HM með marki í framlengingu gegn Bandaríkjunum.

Gana er þriðja Afríkuþjóðin á 20 árum sem nær að komast í átta liða úrslit. Kamerún náði sama árangri árið 1990 og Senegal endurtók leikinn árið 2002.

"Ég er hamingjusamasti maðurinn í heiminum," sagði Gyan eftir leikinn og brosti allan hringinn.

"Við komumst í aðra umferð árið 2006 og tókum annað skref í kvöld. Við höfum gert fólkið í Gana og allri Afríku stolt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×