Fótbolti

Engir heimsklassaleikmenn í ítalska liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, efast um hópinn sem Marcello Lippi valdi hjá Ítölum fyrir HM. Maradona skilur ekki af hverju Lippi skildi eftir heima menn sem hefðu getað kveikt í ítalska liðinu.

"Ég átti ekki von á því Ítalía myndi detta svona snemma út. Það er samt klárt að liðið saknaði manna á borð við Francesco Totti og Alessandro Del Piero. Mótið hefði farið öðruvísi fyrir Ítalíu ef liðið ætti einhverja heimsklassaleikmenn," sagði Maradona.

"Mér þykir leiðinlegt að sjá Ítalíu detta út því lið eins og Ítalía á ekki að detta út í fyrstu umferð. Vörn og miðja var ágæt hjá liðinu en það vantaði bit í sóknarleikinn. Ég vil samt ekki gagnrýna Lippi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×