Fótbolti

Xabi tæpur fyrir leikinn gegn Portúgal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alonso liggur hér sárþjáður á vellinum.
Alonso liggur hér sárþjáður á vellinum.

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso meiddist á ökkla í leiknum gegn Chile og er tæpt að hann nái leiknum gegn Portúgal í sextán liða úrslitum HM. Spánverjar vonast þó til þess að hann geti spilað.

Xabi tognaði á ökkla eftir slæma tæklingu og varð að yfirgefa völlinn þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Hann verður að jafna sig fljótt því leikurinn gegn Portúgal er á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×