Raunveruleikaþáttaröð um leitina að hamingjunni 3. desember 2010 10:30 Leitar að hamingjunni Ásdís Olsen ætlar að leita að hamingjunni með fimm íslenskum pörum í nýrri raunveruleikaseríu sem verður sýnd á Stöð 2.Fréttablaðið/Anton „Þetta er algjört draumaverkefni sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Ásdís Olsen sálfræðingur. Hún stýrir nýrri raunveruleikaþáttaseríu sem hefur göngu sína á Stöð 2 í febrúar á næsta ári. Í stað þess að fólk stingi hvert annað í bakið, verði komið fyrir á eyðieyju eða látið búa saman í kommúnu eins og raunveruleikaþátta er siður fjallar raunveruleikaserían um leitina að hamingjunni og hefur verið gefið vinnuheitið Hamingjan sanna. Á næstunni verður auglýst eftir fimm pörum til að taka þátt í verkefninu en það er Saga Film sem framleiðir. „Þættirnir verða byggðir á bókunum sem við höfum verið að gefa út,“ útskýrir Ásdís og vísar þar meðal annars til bókar dr. Tal Ben-Shahar, Meiri hamingja, sem sló eftirminnilega í gegn um síðustu jól en hann kom einmitt til Íslands og hélt fyrirlestur í Vodafone-höllinni sem var vel sóttur. Ásdís segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að auka hamingju þjóðarinnar. Hún ætli að gera það með því að nota aðferðir úr jákvæðri sálfræði, sem að hennar sögn hefur gert ótrúlega hluti fyrir fólk. „Pörin taka þátt í alls konar æfingum og verkefnum sem maður þarf að gera til að auka hamingju sína,“ útskýrir Ásdís og bendir á að jákvæði sálfræði sé skemmtileg og aðgengileg fræði. „Þessi tegund af sálfræði hefur sýnt og sannað að hún virkar ótrúlega vel, ég hef verið með þetta prógramm í mörg ár í kennslu uppi í háskóla og þetta hefur verið opinberun fyrir marga. Það eru ekki bara aðstæðurnar og ytra umhverfi sem ráða því hvernig okkur líður heldur við sjálf.“ Ásdís segir að þátttakendur verði að vera reiðubúnir til að leggjast í sjálfskoðun og ögra sjálfum sér því áhorfendur fái að fylgjast með hvernig þeim gangi á sjónvarpsskjánum heima. „Þau munu gera upp gamlar syndir, þakka gamla kennaranum sínum fyrir, semja við bankastjórann um skuldirnar, segja upp vinnunni og fara í nám. Þetta verða krossgöturnar í lífi hvers og eins og við ætlum að biðja fólk um að setja sig aðeins inn í líf sitt, vega það og meta.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Sjá meira
„Þetta er algjört draumaverkefni sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Ásdís Olsen sálfræðingur. Hún stýrir nýrri raunveruleikaþáttaseríu sem hefur göngu sína á Stöð 2 í febrúar á næsta ári. Í stað þess að fólk stingi hvert annað í bakið, verði komið fyrir á eyðieyju eða látið búa saman í kommúnu eins og raunveruleikaþátta er siður fjallar raunveruleikaserían um leitina að hamingjunni og hefur verið gefið vinnuheitið Hamingjan sanna. Á næstunni verður auglýst eftir fimm pörum til að taka þátt í verkefninu en það er Saga Film sem framleiðir. „Þættirnir verða byggðir á bókunum sem við höfum verið að gefa út,“ útskýrir Ásdís og vísar þar meðal annars til bókar dr. Tal Ben-Shahar, Meiri hamingja, sem sló eftirminnilega í gegn um síðustu jól en hann kom einmitt til Íslands og hélt fyrirlestur í Vodafone-höllinni sem var vel sóttur. Ásdís segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að auka hamingju þjóðarinnar. Hún ætli að gera það með því að nota aðferðir úr jákvæðri sálfræði, sem að hennar sögn hefur gert ótrúlega hluti fyrir fólk. „Pörin taka þátt í alls konar æfingum og verkefnum sem maður þarf að gera til að auka hamingju sína,“ útskýrir Ásdís og bendir á að jákvæði sálfræði sé skemmtileg og aðgengileg fræði. „Þessi tegund af sálfræði hefur sýnt og sannað að hún virkar ótrúlega vel, ég hef verið með þetta prógramm í mörg ár í kennslu uppi í háskóla og þetta hefur verið opinberun fyrir marga. Það eru ekki bara aðstæðurnar og ytra umhverfi sem ráða því hvernig okkur líður heldur við sjálf.“ Ásdís segir að þátttakendur verði að vera reiðubúnir til að leggjast í sjálfskoðun og ögra sjálfum sér því áhorfendur fái að fylgjast með hvernig þeim gangi á sjónvarpsskjánum heima. „Þau munu gera upp gamlar syndir, þakka gamla kennaranum sínum fyrir, semja við bankastjórann um skuldirnar, segja upp vinnunni og fara í nám. Þetta verða krossgöturnar í lífi hvers og eins og við ætlum að biðja fólk um að setja sig aðeins inn í líf sitt, vega það og meta.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp