Enski boltinn

Cole sagður vilja fara til Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Joe Cole mun ekki taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en eftir HM en eftir því sem breska slúðurblaðið The Sun segir þá hefur Cole tjáð vinum sínum að hann vilji spila með Man. Utd.

Samningur Cole við Chelsea rennur út í sumar og hann getur því samið við það lið sem hann vill. Það sem meira er þá fær hann feitan samning þar sem hann er án samnings.

Hingað til hefur verið fastlega búist við því að Cole ætli sér að ganga í raðir Arsenal.

United og Tottenham höfðu einnig áhuga og það skildi aldrei vera að Cole myndi enda í herbúðum Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×