Mexíkó og Úrúgvæ áfram - Suður-Afríka féll úr leik með sæmd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2010 15:57 Frakkinn Andre Pierre Gignac gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leiknum. Nordic Photos / Getty Images Mexíkó og Úrúgvæ tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku en heimamenn fullkomnuðu niðurlægingu Frakka með því að vinna þá 2-1. Það dugði þó Suður-Afríkumönnum ekki til að komast áfram. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Mexíkó og tryggðu sér þar með efsta sæti A-riðils. Mexíkó og Suður-Afríka hlutu bæði fjögur stig en þar sem Mexíkó er með betra markahlutfall kemst liðið áfram upp úr riðlinum. Frakkar reka svo lestina með aðeins eitt stig og alls eitt mark skorað í allri keppninni - alveg eins á EM í Austurríki og Sviss fyrir tveimur árum. Í aðdraganda leiksins var mikil dramatík í herbúðum franska landsliðsins og það sást greinilega á frammistöðu liðsins í dag. Þjálfarinn umdeildi, Raymond Domenech, gerði sex breytingar á byrjunarliði Frakka og henti til að mynda fyrirliðanum Patrice Evra á bekkinn. Djibril Cisse var í sókninni í stað Nicolas Anelka sem hafði verið rekinn heim sem þýddi að Thierry Henry var enn á bekknum. Þeir Eric Abidal, Sidney Govou og Florent Malouda þurftu einnig að víkja og þá tók Jeremy Toulalan út leikbann. Heimamenn nýttu sér vandræðaganginn í kringum franska landsliðið og komust yfir á 21. mínútu með marki Bongani Khumalo. Til að bæta gráu á svart fékk Yoan Gourcuff, leikmaður Frakka, að líta beint rautt spjald aðeins fimm mínútum síðar fyrir að gefa MacBeth Sibaya olnbogaskot þegar þeir stukku báðir upp í skallaeinvígi. Niðurlæging Frakka var svo fullkomnuð þegar að Katlego Mphela skoraði af stuttu færi eftir klaufagang í vörn Frakkanna á 37. mínútu. Skömmu áður en flautað var til leikhlés í leik Mexíkó og Úrúgvæ skoraði Luis Suarez gott skallamark og kom síðarnefndu þjóðinni yfir í leiknum. Í hálfleik voru því heimamenn í vænlegri stöðu og þurftu tvö mörk til viðbótar til að komast áfram í 16-liða úrslitin á kostnað Mexíkó. En aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik leikjanna og það gerði út um vonir Suður-Afríkumanna. Markið skoraði varamaðurinn Malouda fyrir Frakka eftir laglegan undirbúning Franck Ribery og Bacary Sagna. Þetta reyndist eina mark Frakklands í keppninni. Suður-Afríka kvaddi því keppnina með 2-1 sigri og með mikilli sæmd, þrátt fyrir að vera fyrstu gestgjafar HM í sögunni til að komast ekki upp úr riðlakeppninni. Frakkar komust varla í færi í leiknum á meðan að heimamenn skutu til að mynda í stöng og skoruðu mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Mexíkó var nálægt því að ná forystunni í sínum leik er Andres Guardado átti gott skot í slá af 25 metra færi í fyrri hálfleik. En sem fyrr segir komst Úrúgvæ yfir í lok hálfleiksins með skallamarki Suarez eftir fyrirgjöf Edinson Cavani. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og litu þá fá marktækifæri dagsins ljós. Bæði lið gátu leyft sér að fagna sæti í 16-liða úrslitunum í leikslok.Samantektir úr leikjunum má sjá hér. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Mexíkó og Úrúgvæ tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku en heimamenn fullkomnuðu niðurlægingu Frakka með því að vinna þá 2-1. Það dugði þó Suður-Afríkumönnum ekki til að komast áfram. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Mexíkó og tryggðu sér þar með efsta sæti A-riðils. Mexíkó og Suður-Afríka hlutu bæði fjögur stig en þar sem Mexíkó er með betra markahlutfall kemst liðið áfram upp úr riðlinum. Frakkar reka svo lestina með aðeins eitt stig og alls eitt mark skorað í allri keppninni - alveg eins á EM í Austurríki og Sviss fyrir tveimur árum. Í aðdraganda leiksins var mikil dramatík í herbúðum franska landsliðsins og það sást greinilega á frammistöðu liðsins í dag. Þjálfarinn umdeildi, Raymond Domenech, gerði sex breytingar á byrjunarliði Frakka og henti til að mynda fyrirliðanum Patrice Evra á bekkinn. Djibril Cisse var í sókninni í stað Nicolas Anelka sem hafði verið rekinn heim sem þýddi að Thierry Henry var enn á bekknum. Þeir Eric Abidal, Sidney Govou og Florent Malouda þurftu einnig að víkja og þá tók Jeremy Toulalan út leikbann. Heimamenn nýttu sér vandræðaganginn í kringum franska landsliðið og komust yfir á 21. mínútu með marki Bongani Khumalo. Til að bæta gráu á svart fékk Yoan Gourcuff, leikmaður Frakka, að líta beint rautt spjald aðeins fimm mínútum síðar fyrir að gefa MacBeth Sibaya olnbogaskot þegar þeir stukku báðir upp í skallaeinvígi. Niðurlæging Frakka var svo fullkomnuð þegar að Katlego Mphela skoraði af stuttu færi eftir klaufagang í vörn Frakkanna á 37. mínútu. Skömmu áður en flautað var til leikhlés í leik Mexíkó og Úrúgvæ skoraði Luis Suarez gott skallamark og kom síðarnefndu þjóðinni yfir í leiknum. Í hálfleik voru því heimamenn í vænlegri stöðu og þurftu tvö mörk til viðbótar til að komast áfram í 16-liða úrslitin á kostnað Mexíkó. En aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik leikjanna og það gerði út um vonir Suður-Afríkumanna. Markið skoraði varamaðurinn Malouda fyrir Frakka eftir laglegan undirbúning Franck Ribery og Bacary Sagna. Þetta reyndist eina mark Frakklands í keppninni. Suður-Afríka kvaddi því keppnina með 2-1 sigri og með mikilli sæmd, þrátt fyrir að vera fyrstu gestgjafar HM í sögunni til að komast ekki upp úr riðlakeppninni. Frakkar komust varla í færi í leiknum á meðan að heimamenn skutu til að mynda í stöng og skoruðu mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Mexíkó var nálægt því að ná forystunni í sínum leik er Andres Guardado átti gott skot í slá af 25 metra færi í fyrri hálfleik. En sem fyrr segir komst Úrúgvæ yfir í lok hálfleiksins með skallamarki Suarez eftir fyrirgjöf Edinson Cavani. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og litu þá fá marktækifæri dagsins ljós. Bæði lið gátu leyft sér að fagna sæti í 16-liða úrslitunum í leikslok.Samantektir úr leikjunum má sjá hér.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu