Jafntefli dugði Suður-Kóreu - Argentína með fullt hús Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2010 20:24 Martin Demichelis fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP Argentína og Suður-Kórea tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku. Argentína vann 2-0 sigur á varnarsinnuðu liði Grikkja eftir að Martin Demichelis kom liðinu yfir á 77. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu en Demichelis þrumaði knettinum í netið af stuttu færi. Fram að því höfðu Grikkir lagt upp úr því að halda marki sínu hreinu sama hvað það kostaði. Gamla brýnið Martin Palermo kom svo inn á í liði Argentínu á 81. mínútu og skoraði aðeins sjö mínútum síðar. Lionel Messi átti skot sem Tzorvas varði í marki Grikkja. Boltinn barst til Palermo sem skoraði af öryggi. Diego Maradona gerði sjö breytingar á liði Argentínu enda liðið búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum fyrir leikinn. Messi var þó í liðinu en hann var fyrirliði í fjarveru Javier Mascherano sem hvíldi, rétt eins og sóknarmennirnir Carlos Tevez og Gonzalo Higuain. Þá komst Suður-Kórea áfram eftir 2-2 jafntefli við Nígeríu í líflegum leik. Nígería komst yfir með marki Kalu Uche strax á tólftu mínútu en Jung-Soo Lee jafnaði metin fyrir Suður-Kóreu áður en flautað var til leikhlés. Chu Young Park, leikmaður Monaco í Frakklandi, kom svo Suður-Kóreu yfir með marki beint úr aukaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. En þá kom að þætti Nígeríumannsins Yakubu. Á 67. mínútu náði Yussu Ayila sendingu framhjá markverði Suður-Kóreu og boltinn barst fyrir fætur Yakubu sem stóð inn í miðjum markteignum, fyrir framan opnu marki Kóreumanna. En á einhvern ótrúlegan máta tókst honum að renna boltanum framhjá af rúmlega meters færi. Ótrúlegt klúður sem fer sannarlega í sögubækurnar. Hann fékk þó tækifæri til að bæta fyrir mistökin aðeins tveimur mínútum síðar er vítaspyrna var dæmd á Suður-Kóreu. Hann skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni. Lars Lagerbäck, þjálfari Nígeríu, tók hann svo af velli skömmu eftir að leikur hófst að nýju. Jafnteflið dugði þó Suður-Kóreumönnum til að komast áfram en liðið hlaut fjögur stig, Grikkland þrjú og Nígería eitt. Argentína varð í efsta sæti B-riðils með fullt hús stiga. Það er því ljóst að Úrúgvæ mætir Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum á laugardag en á sunnudaginn eigast við Argentína og Mexíkó. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Argentína og Suður-Kórea tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku. Argentína vann 2-0 sigur á varnarsinnuðu liði Grikkja eftir að Martin Demichelis kom liðinu yfir á 77. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu en Demichelis þrumaði knettinum í netið af stuttu færi. Fram að því höfðu Grikkir lagt upp úr því að halda marki sínu hreinu sama hvað það kostaði. Gamla brýnið Martin Palermo kom svo inn á í liði Argentínu á 81. mínútu og skoraði aðeins sjö mínútum síðar. Lionel Messi átti skot sem Tzorvas varði í marki Grikkja. Boltinn barst til Palermo sem skoraði af öryggi. Diego Maradona gerði sjö breytingar á liði Argentínu enda liðið búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum fyrir leikinn. Messi var þó í liðinu en hann var fyrirliði í fjarveru Javier Mascherano sem hvíldi, rétt eins og sóknarmennirnir Carlos Tevez og Gonzalo Higuain. Þá komst Suður-Kórea áfram eftir 2-2 jafntefli við Nígeríu í líflegum leik. Nígería komst yfir með marki Kalu Uche strax á tólftu mínútu en Jung-Soo Lee jafnaði metin fyrir Suður-Kóreu áður en flautað var til leikhlés. Chu Young Park, leikmaður Monaco í Frakklandi, kom svo Suður-Kóreu yfir með marki beint úr aukaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. En þá kom að þætti Nígeríumannsins Yakubu. Á 67. mínútu náði Yussu Ayila sendingu framhjá markverði Suður-Kóreu og boltinn barst fyrir fætur Yakubu sem stóð inn í miðjum markteignum, fyrir framan opnu marki Kóreumanna. En á einhvern ótrúlegan máta tókst honum að renna boltanum framhjá af rúmlega meters færi. Ótrúlegt klúður sem fer sannarlega í sögubækurnar. Hann fékk þó tækifæri til að bæta fyrir mistökin aðeins tveimur mínútum síðar er vítaspyrna var dæmd á Suður-Kóreu. Hann skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni. Lars Lagerbäck, þjálfari Nígeríu, tók hann svo af velli skömmu eftir að leikur hófst að nýju. Jafnteflið dugði þó Suður-Kóreumönnum til að komast áfram en liðið hlaut fjögur stig, Grikkland þrjú og Nígería eitt. Argentína varð í efsta sæti B-riðils með fullt hús stiga. Það er því ljóst að Úrúgvæ mætir Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum á laugardag en á sunnudaginn eigast við Argentína og Mexíkó.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu