Leikmenn grétu upp á herbergi hjá Domenech Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2010 09:30 Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur sakað leikmenn landsliðsins um að haga sér eins og börn eftir að þeir neituðu að æfa á sunnudag. Það er allt í loft upp í herbúðum liðsins og atburðarrásin er farin að minna á góðan þátt af Glæstum vonum. Reyndar er þetta allt einn sandkassaleikur og Domenech er ekki að standa sig vel í hlutverki leikskólastjóra. Frakkar hafa aðeins eitt stig eftir fyrstu tvo leikina, Anelka var sendur heim eftir að hafa kallað þjálfarann hóruson og meira að segja forseti landsins hefur skipt sér af málefnum liðsins. Stemningin í hópnum virðist ekkert hafa lagast og nú hefur þjálfarinn ákveðið að ráðast á leikmenn sína. "Ég reyndi að koma leikmönnum í skilning um að þessi hegðun væri barnaleg, hreinlega kjánaleg," sagði Domenech en það kæmi engum á óvart ef hann stillti upp gjörbreyttu liði í lokaleiknum. Aðspurður hvort einhverjir leikmenn hefðu beðið um að sleppa lokaleiknum sagði Domenech að það ætti eftir að fara endanlega yfir þau mál. Domenech segir það enn fremur hafa verið rétta ákvörðun að senda Anelka heim. Hermt er að fyrirliðinn Patrice Evra fari fyrir uppreisn leikmanna gegn þjálfaranum en framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir að aðrir reyndir leikmenn liðsins hafi reynt að afvegaleiða yngri leikmenn liðsins. "Einhverjir leikmenn fóru upp á herbergi til Domenech. Þeir grétu og báðust afsökunar á því sem væri að gerast. Það voru yngri leikmenn liðsins. Það eru þrír eða fjórir leikmenn sem leiða þessa uppreisn og munu aldrei spila aftur á HM. Þeir eru William Gallas, Eric Abidal og Thierry Henry sem er vinur Anelka," sagði framkvæmdastjórinn. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira
Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur sakað leikmenn landsliðsins um að haga sér eins og börn eftir að þeir neituðu að æfa á sunnudag. Það er allt í loft upp í herbúðum liðsins og atburðarrásin er farin að minna á góðan þátt af Glæstum vonum. Reyndar er þetta allt einn sandkassaleikur og Domenech er ekki að standa sig vel í hlutverki leikskólastjóra. Frakkar hafa aðeins eitt stig eftir fyrstu tvo leikina, Anelka var sendur heim eftir að hafa kallað þjálfarann hóruson og meira að segja forseti landsins hefur skipt sér af málefnum liðsins. Stemningin í hópnum virðist ekkert hafa lagast og nú hefur þjálfarinn ákveðið að ráðast á leikmenn sína. "Ég reyndi að koma leikmönnum í skilning um að þessi hegðun væri barnaleg, hreinlega kjánaleg," sagði Domenech en það kæmi engum á óvart ef hann stillti upp gjörbreyttu liði í lokaleiknum. Aðspurður hvort einhverjir leikmenn hefðu beðið um að sleppa lokaleiknum sagði Domenech að það ætti eftir að fara endanlega yfir þau mál. Domenech segir það enn fremur hafa verið rétta ákvörðun að senda Anelka heim. Hermt er að fyrirliðinn Patrice Evra fari fyrir uppreisn leikmanna gegn þjálfaranum en framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir að aðrir reyndir leikmenn liðsins hafi reynt að afvegaleiða yngri leikmenn liðsins. "Einhverjir leikmenn fóru upp á herbergi til Domenech. Þeir grétu og báðust afsökunar á því sem væri að gerast. Það voru yngri leikmenn liðsins. Það eru þrír eða fjórir leikmenn sem leiða þessa uppreisn og munu aldrei spila aftur á HM. Þeir eru William Gallas, Eric Abidal og Thierry Henry sem er vinur Anelka," sagði framkvæmdastjórinn.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira