Formanni vikið vegna framboðs 20. mars 2010 03:00 Þjórsá Nýtt framboð sem fyrrum formaður umhverfisráðs Flóahrepps vinnur að er ekki sammála sitjandi sveitarstjórn um virkjun Þjórsár við Urriðafoss.Fréttablaðið/Anton Formanni umhverfisnefndar Flóahrepps var fyrirvaralaust vikið frá störfum á fundi sveitarstjórnar hreppsins á miðvikudag. Hann segir ákvörðun sveitarstjórnarinnar sýna þá heift og óbilgirni sem virkjanamál í hreppnum hafi kallað fram. Almar Sigurðsson, sem var formaður umhverfisnefndar hreppsins, er einn þeirra sem unnið hafa að nýju framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Líklegt er að framboðið verði andsnúið fyrirhugaðri virkjun Landsvirkjunar við Urriðafoss, sem sitjandi sveitarstjórn styður. Í fundargerð sveitarstjórnarinnar kemur fram að þar sem Almar hafi „lýst yfir framboði gegn sitjandi sveitarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum“, sé rétt að víkja honum úr sæti. „Mér finnst þetta eiginlega bæði fyndið og aulalegt, sérstaklega í svona litlu samfélagi,“ segir Almar. Honum var ekki gefinn kostur á að gera athugasemdir við uppsögnina og hefur enn ekki verið tilkynnt um þessa breytingu af sveitarstjórninni. Almar segir fráleitt að hann hafi lýst yfir framboði eins og haldið sé fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar. Hann hafi vissulega unnið að stofnun framboðs, en ætli sér einmitt ekki að bjóða sig fram sjálfur. Forsendur fyrir uppsögninni séu enn einkennilegri í því ljósi. „Ég ætla ekki að bregðast sérstaklega við þessu, svona fólki er eiginlega vorkunn,“ segir Almar. Hann segir uppsögnina sérlega einkennilega í ljósi þess að ólíklegt sé að umhverfisnefnd fundi fram að kosningum í maí, nema ef til vill til að undirbúa umhverfisverðlaun hreppsins í sumar. Nefndarformaðurinn fær um 12 þúsund krónur að launum fyrir hvern fund sem hann situr. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, segir að ef til vill hefði verið eðlilegra að Almar segði af sér sjálfur þegar hann hafi byrjað að undirbúa framboð gegn sitjandi sveitarstjórn. „Það hefur komið fram í fréttum að hann er í forsvari fyrir framboð sem beint er gegn sitjandi sveitarstjórn,“ segir Aðalsteinn. Þegar borin er undir hann fullyrðing Almars að hann hyggist ekki bjóða sig fram segir Aðalsteinn að kannski hafi verið um misskilning að ræða. Þar sé þó aðeins um stigsmun að ræða, enda vinni Almar að stofnun framboðs og hafi komið fram sem talsmaður þess. Aðalsteinn segir sveitarstjórnina ekki hafa séð ástæðu til að ræða fyrirhugaða uppsögn Almars við hann fyrirfram, eða gefa honum ráðrúm til að bregðast við henni. brjann@frettabladid.is Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Formanni umhverfisnefndar Flóahrepps var fyrirvaralaust vikið frá störfum á fundi sveitarstjórnar hreppsins á miðvikudag. Hann segir ákvörðun sveitarstjórnarinnar sýna þá heift og óbilgirni sem virkjanamál í hreppnum hafi kallað fram. Almar Sigurðsson, sem var formaður umhverfisnefndar hreppsins, er einn þeirra sem unnið hafa að nýju framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Líklegt er að framboðið verði andsnúið fyrirhugaðri virkjun Landsvirkjunar við Urriðafoss, sem sitjandi sveitarstjórn styður. Í fundargerð sveitarstjórnarinnar kemur fram að þar sem Almar hafi „lýst yfir framboði gegn sitjandi sveitarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum“, sé rétt að víkja honum úr sæti. „Mér finnst þetta eiginlega bæði fyndið og aulalegt, sérstaklega í svona litlu samfélagi,“ segir Almar. Honum var ekki gefinn kostur á að gera athugasemdir við uppsögnina og hefur enn ekki verið tilkynnt um þessa breytingu af sveitarstjórninni. Almar segir fráleitt að hann hafi lýst yfir framboði eins og haldið sé fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar. Hann hafi vissulega unnið að stofnun framboðs, en ætli sér einmitt ekki að bjóða sig fram sjálfur. Forsendur fyrir uppsögninni séu enn einkennilegri í því ljósi. „Ég ætla ekki að bregðast sérstaklega við þessu, svona fólki er eiginlega vorkunn,“ segir Almar. Hann segir uppsögnina sérlega einkennilega í ljósi þess að ólíklegt sé að umhverfisnefnd fundi fram að kosningum í maí, nema ef til vill til að undirbúa umhverfisverðlaun hreppsins í sumar. Nefndarformaðurinn fær um 12 þúsund krónur að launum fyrir hvern fund sem hann situr. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, segir að ef til vill hefði verið eðlilegra að Almar segði af sér sjálfur þegar hann hafi byrjað að undirbúa framboð gegn sitjandi sveitarstjórn. „Það hefur komið fram í fréttum að hann er í forsvari fyrir framboð sem beint er gegn sitjandi sveitarstjórn,“ segir Aðalsteinn. Þegar borin er undir hann fullyrðing Almars að hann hyggist ekki bjóða sig fram segir Aðalsteinn að kannski hafi verið um misskilning að ræða. Þar sé þó aðeins um stigsmun að ræða, enda vinni Almar að stofnun framboðs og hafi komið fram sem talsmaður þess. Aðalsteinn segir sveitarstjórnina ekki hafa séð ástæðu til að ræða fyrirhugaða uppsögn Almars við hann fyrirfram, eða gefa honum ráðrúm til að bregðast við henni. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira