Innlent

Alfreð Þorsteinsson skipar heiðurssæti hjá Framsóknarflokknum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framsóknarmenn í Reykjavík héldu í gær málefnaþing til undirbúnings borgarstjórnarkosningunum í vor.Þar var rætt um breytingar á frístundakortinu, skilgreiningu á grunnþjónustu, nýjar hugmyndir um samþættingu leik- og grunnskóla og tómstundastarfs, græna atvinnusköpun og fleira. Í fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum kemur fram að á næstu tveimur vikum verður gengið endanlega frá kosningastefnuskrá og hún kynnt eftir páska.

Á þinginu var einnig kynntur framboðslisti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi. Einar Skúlason, stjórnmálafræðingur og MBA leiðir listann en kosið var í 12 efstu sæti listans á kjörfundi í nóvember síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×