Hnefaleikakappinn breski, Ricky Hatton, hefur verið mikið í kastljósinu í heimalandinu síðustu daga eftir að það komu myndir af honum í bresku blöðunum þar sem hann var að nota kókaín.
Umboðsmaður hnefaleikakappans upplýsti síðan í dag að Hatton hafi verið að glíma við mikið þunglyndi og væri á leið í meðferð.
Umbinn segir að Hatton hafi verið alvarlega þunglyndur í langan tíma og drukkið mikið. Eiturlyfjanotkunin er ný af nálinni að sögn umbans.
Hatton hafi nú séð ljósið og ætlar sér inn á meðferðarstofnun við fyrsta tækifæri.
Hnefaleikasamband Bretlands vill einnig ræða við Hatton en hann á það á hættu að missa missa keppnisleyfið sitt vegna kókaínnotkunarinnar.