Heimsmeistararnir sendir heim - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2010 15:55 Robert Vittek skoraði tvívegis fyrir Slóvakíu í dag. Nordic Photos / Getty Images Paragvæ og Slóvakía tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Suður-Afríku. Það þýðir að heimsmeistararnir sjálfir, Ítalía, eru úr leik ásamt Ný-Sjálendingum. Slóvakar gerðu sér lítið fyrir og unnu ótrúlegan 3-2 sigur á Ítölum en fyrir leiki dagsins var Slóvakía í neðsta sæti F-riðils með aðeins eitt stig. Þeim dugði þó fjögur stig til að komast upp í annað sæti riðilsins þar sem að Paragvæ og Nýja-Sjáland gerðu markalaust jafntefli á sama tíma. Paragvæ varð í efsta sæti riðilsins með fimm stig en Ítalía í því neðsta með tvö. Nýja-Sjáland tapaði ekki leik á HM - gerði þrjú jafntefli sem dugði þó ekki til að lokum. Ítölum hefðu hins vegar dugað jafntefli í dag en útlitið var ekki bjart lengst af. Robert Vittek kom Slóvakíu yfir í fyrri hálfleik eftir að Daniele De Rossi gerði slæm mistök í ítölsku vörninni. Staðan í leiknum var lengi vel 1-0 og virtist ekkert ganga upp hjá meisturunum sem lentu undir í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Fabio Quagliarella átti skot að marki sem Martin Skrtel varði á marklínu og útlitið dökknaði enn þegar að Vittek slapp fram hjá fyrirliðanum Fabio Cannovaro og kom Slóvökum í 2-0 forystu á 73. mínútu. Ítalirnir gáfust þó ekki upp og síðustu tíu mínútur leiksins voru ótrúlegar. Antonio Di Natale minnkaði muninn fyrir Ítali af stuttu færi eftir að markvörður Slóvakíu hafði varið skot frá Vincenzo Iaquinta. Aðeins fjórum mínútum síðar kom Quagliarella boltanum í mark Slóvaka af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri. En Quagliarella var dæmdur rangstæður og markið því ekki gilt. En öll nótt virtist endanlega úti þegar að varamaðurinn Kamul Kopunek skoraði þriðja mark Slóvakíu með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Fyrstu tvö mörkin báru vott um slæman varnarleik ítalska liðsins en þriðja markið enn frekar. Slóvakar tóku einfaldlega innkast inn fyrir vörn Ítalíu þar sem Kopunek skaust inn á milli varnarmanna Ítalíu og vippaði boltanum yfir Marchetti í markinu. Þetta reyndist þó ekki síðasta mark leiksins. Quagliarella átti frábært skot rétt utan vítateigs sem hafnaði í markinu og skyndilega voru heimsmeistararnir aftur komnir í séns. Á fimmtu mínútu uppbótartímans barst boltinn til Simone Pepe á fjarstönginni eftir fyrirgjöf og máttu litlu muna að hann næði að koma boltanum að marki. En það tókst ekki og leikurinn var því næst flautaður af, við gríðarlegan fögnuð Slóvaka. Ný-Sjálendingar féllu úr leik í dag með sæmd og taplausir þar að auki. 1-0 sigur á Paragvæ í dag hefði þó dugað þeim til að vinna riðilinn. Leikur liðanna í dag var heldur bragðdaufur og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Samantektir úr leikjunum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Paragvæ og Slóvakía tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Suður-Afríku. Það þýðir að heimsmeistararnir sjálfir, Ítalía, eru úr leik ásamt Ný-Sjálendingum. Slóvakar gerðu sér lítið fyrir og unnu ótrúlegan 3-2 sigur á Ítölum en fyrir leiki dagsins var Slóvakía í neðsta sæti F-riðils með aðeins eitt stig. Þeim dugði þó fjögur stig til að komast upp í annað sæti riðilsins þar sem að Paragvæ og Nýja-Sjáland gerðu markalaust jafntefli á sama tíma. Paragvæ varð í efsta sæti riðilsins með fimm stig en Ítalía í því neðsta með tvö. Nýja-Sjáland tapaði ekki leik á HM - gerði þrjú jafntefli sem dugði þó ekki til að lokum. Ítölum hefðu hins vegar dugað jafntefli í dag en útlitið var ekki bjart lengst af. Robert Vittek kom Slóvakíu yfir í fyrri hálfleik eftir að Daniele De Rossi gerði slæm mistök í ítölsku vörninni. Staðan í leiknum var lengi vel 1-0 og virtist ekkert ganga upp hjá meisturunum sem lentu undir í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Fabio Quagliarella átti skot að marki sem Martin Skrtel varði á marklínu og útlitið dökknaði enn þegar að Vittek slapp fram hjá fyrirliðanum Fabio Cannovaro og kom Slóvökum í 2-0 forystu á 73. mínútu. Ítalirnir gáfust þó ekki upp og síðustu tíu mínútur leiksins voru ótrúlegar. Antonio Di Natale minnkaði muninn fyrir Ítali af stuttu færi eftir að markvörður Slóvakíu hafði varið skot frá Vincenzo Iaquinta. Aðeins fjórum mínútum síðar kom Quagliarella boltanum í mark Slóvaka af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri. En Quagliarella var dæmdur rangstæður og markið því ekki gilt. En öll nótt virtist endanlega úti þegar að varamaðurinn Kamul Kopunek skoraði þriðja mark Slóvakíu með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Fyrstu tvö mörkin báru vott um slæman varnarleik ítalska liðsins en þriðja markið enn frekar. Slóvakar tóku einfaldlega innkast inn fyrir vörn Ítalíu þar sem Kopunek skaust inn á milli varnarmanna Ítalíu og vippaði boltanum yfir Marchetti í markinu. Þetta reyndist þó ekki síðasta mark leiksins. Quagliarella átti frábært skot rétt utan vítateigs sem hafnaði í markinu og skyndilega voru heimsmeistararnir aftur komnir í séns. Á fimmtu mínútu uppbótartímans barst boltinn til Simone Pepe á fjarstönginni eftir fyrirgjöf og máttu litlu muna að hann næði að koma boltanum að marki. En það tókst ekki og leikurinn var því næst flautaður af, við gríðarlegan fögnuð Slóvaka. Ný-Sjálendingar féllu úr leik í dag með sæmd og taplausir þar að auki. 1-0 sigur á Paragvæ í dag hefði þó dugað þeim til að vinna riðilinn. Leikur liðanna í dag var heldur bragðdaufur og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Samantektir úr leikjunum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira