Lífið

Ja Rule í steininn

Rapparinn Ja Rule má muna fífil sinni fegri. Hann náði talsverðum vinsældum upp úr aldamótum, en lítið hefur spurst til hans undanfarin misseri. Þar til nú.

Ja Rule hefur verið ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð og gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm. Rapparinn hefur játað brotið sem átti sér stað árið 2007 þegar lögreglan stöðvaði hann fyrir of hraðan akstur og fann byssu í bílnum hans.

Dómari sker úr um hvort hann fer í fangelsi eða ekki 9. febrúar á næsta ári, en hann gengur laus þangað til.

Hér fyrir ofan má sjá eitt þekktasta lag Ja Rule, Always On Time, sem hann söng með Ashanti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.