Lífið

Myndbandið af Nicolas Cage sem allir eru að tala um

Leikarinn Nicolas Cage hefur lengi verið duglegur við að leika sturlaða menn, en nú veltir almenningur í Rúmeníu fyrir sér hvar mörkin milli leiks og alvöru liggja.

Cage er staddur í Rúmeníu við tökur á kvikmyndinni Ghost Rider 2. Hann sturlaðist á veitingastað í Búkarest á dögunum og rúmenskur vegfarandi tók kastið upp á síma og myndbandið fer nú eins og eldur í sinu um vestræna fjölmiðla.

Ekki er vitað hvað fór í taugarnar á Cage, sem öskraði á starfsmenn veitingastaðarins eins og hann ætti lífið að leysa.

Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá Nicolas Cage missa stjórn á skapi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.