Fótbolti

Ríflega tólf prósent vilja Beckham sem landsliðsþjálfara

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Beckham á bekknum í Suður-Afríku, sem ráðgjafi Fabio Capello.
Beckham á bekknum í Suður-Afríku, sem ráðgjafi Fabio Capello. AFP
David Beckham kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englendinga, að mati lesenda The Guardian á Englandi. Framtíð Fabio Capello er óráðin. Capello gæti verið rekinn í sumar en framtíð hans skýrist eftir tvær vikur. Á heimasíðu Guardian er könnun um hver ætti að þjálfa liðið næsta haust. Capello er efstur þar með um 27% atkvæða og Harry Redknapp og Roy Hodgson eru báðir með um 19%. Næstur er síðan sjálfur David Beckham með 12,5% en hann hefur ekki enn þjálfað svo mikið sem þriðja flokk en er dýrkaður á Englandi eins og sést á þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×