Fótbolti

Rio Ferdinand: Hefðum unnið hefði markið staðið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Lampard fagnar "markinu".
Lampard fagnar "markinu". AFP
Aðstoðardómarinn Mauricio Espinosa er ekki vinsælasti maðurinn á Englandi um þessar mundir. Hann er maðurinn sem sá ekki að boltinn fór langt yfir línuna þegar Frank Lampard skaut að marki í 4-1 tapi England gegn Þýskalandi.

Staðan hefði verið 2-2 en á einhverjum óútskýranlegum ástæðum sá hann ekki markið. Rio Ferdinand, fyrirliði Englands sem gat ekki tekið þátt á HM vegna meiðsla, kennir honum um allt.

"Ef markið hefði staðið væri 2-2 og þá hefði leikurinn snúist okkur í hag. Við hefðum hrokkið í gang og hefðum á endanum unnið. Ég sat með liðsfélögum mínum og horfði upp á þetta, öskrandi á sjónvarpið," sagði Ferdinand.

"Ég er atvinnumaður en ég er líka stuðningsmaður og auðvitað fór allt á fullt. Þetta voru mikil vonbrigði," sagði fyrirliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×