Fótbolti

316 handteknir til þessa á HM - Líkönum af bikarnum stolið í gær

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Lögreglan í Jóhannesarborg hefur staðfest að líkönum af HM-bikarnum hafi verið stolið. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi af skrifstofu FIFA.

Bikararnir voru á skrifstofu sem var tímabundið úrræði FIFA en málið er í rannsókn.

Þetta er enn einn glæpurinn í kringum HM en lögreglan segir að 316 manns, þar af 207 heimamenn, hafi verið handteknir í kringum mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×