Enski boltinn

Rooney mun fá það óþvegið frá kjúklingunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Kjúklingarnir í unglingaliði Man. Utd hafa ákveðið að gera stólpagrín að Wayne Rooney er þeir verða með atriði á jólaskemmtun félagsins.

Rooney komst eins og kunnugt er í hann krappann fyrr í vetur er upp komst um framhjáhald hans með vændiskonum.

Kjúklingunum finnst tækifærið vera of gott til þess að sleppa því. Þess vegna verður Rooney að sitja undir vænum sleggjum frá strákunum en aðallið United og Sir Alex Ferguson mæta á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×