Enski boltinn

Mancini óttast ekki að verða rekinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ítölsku stjórarnir í enska boltanum óttast ekki um störf sín þó svo þeir nái ekki árangri. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sagði í gær að hann yrði áfram með Chelsea sama hvað gerðist á þessu tímabili.

Roberto Mancini, stjóri Man. City, sagði síðan í dag að hann óttaðist ekki að verða rekinn frá City þó svo liðið nái ekki fjórða sæti deildarinnar.

„Við stefnum að sjálfsögðu á fjórða sætið en þó svo við náum því ekki er minni vinnu hérna ekki lokið. Man. City mun halda áfram að spila og það koma fleiri ár," sagði Mancini.

„Ég mun fá fleiri tækifæri þó svo við náum ekki Meistaradeildarsæti í ár. Það er undir okkur komið að ná þessu mikilvæga sæti. Það skiptir miklu máli að ná þessu sæti eins og allir vita."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×