Þýskir fjölmiðlar: Hefnd fyrir 1966 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júní 2010 11:15 Markið sem Lampard hefði átt að fá skráð á sig. Nordic Photos / Getty Images Þýskaland er í sæluvímu eftir 4-1 sigurinn á Englandi í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku í gær. Það sást greinilega í fyrirsögnum þýsku blaðanna í dag. Flestir eru fjölmiðlar sammála um að þetta séu makleg málagjöld fyrir úrslitaleikinn á Wembley-leikvanginum í Lundúnum á HM árið 1966. Þá vann England sigur á Þýskalandi í úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði umdeilt mark. Frank Lampard skoraði keimlíkt mark í gær. Boltinn fór af slánni, inn fyrir marklínuna og út aftur. Markið var hins vegar ekki dæmt gilt. Undanfarin 44 ár hefur verið mikið rætt um mark Hurst og hvort að boltinn hafi farið inn fyrir línuna eða ekki. Þjóðverjar eru handvissir um að svo hefði ekki verið. „Nú erum við kvitt," sagði Westdeutsche Allgemeine og einnig Die Welt. „Takk fyrir knattspyrnuguð," sagði í fyrirsögn götublaðsins Bild. Mörk af þessum toga hafa í Þýskalandi verið kölluð „Wembley-mörk". En það er nú breytt, sagði í Süddeutsche Zeitung. „Wembley er nú kallaður Bloemfontein." „Leikurinn hefði orðið allt öðruvísi hefði markið verið dæmt gilt og staðan 2-2 á 38. mínútu," sagði ennfremur í sama blaði. Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði að um ævintýri hefði verið að ræða og að ungt landslið Þýskalands hefði staðist sitt fyrsta alvöru próf. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Þýskaland er í sæluvímu eftir 4-1 sigurinn á Englandi í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku í gær. Það sást greinilega í fyrirsögnum þýsku blaðanna í dag. Flestir eru fjölmiðlar sammála um að þetta séu makleg málagjöld fyrir úrslitaleikinn á Wembley-leikvanginum í Lundúnum á HM árið 1966. Þá vann England sigur á Þýskalandi í úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði umdeilt mark. Frank Lampard skoraði keimlíkt mark í gær. Boltinn fór af slánni, inn fyrir marklínuna og út aftur. Markið var hins vegar ekki dæmt gilt. Undanfarin 44 ár hefur verið mikið rætt um mark Hurst og hvort að boltinn hafi farið inn fyrir línuna eða ekki. Þjóðverjar eru handvissir um að svo hefði ekki verið. „Nú erum við kvitt," sagði Westdeutsche Allgemeine og einnig Die Welt. „Takk fyrir knattspyrnuguð," sagði í fyrirsögn götublaðsins Bild. Mörk af þessum toga hafa í Þýskalandi verið kölluð „Wembley-mörk". En það er nú breytt, sagði í Süddeutsche Zeitung. „Wembley er nú kallaður Bloemfontein." „Leikurinn hefði orðið allt öðruvísi hefði markið verið dæmt gilt og staðan 2-2 á 38. mínútu," sagði ennfremur í sama blaði. Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði að um ævintýri hefði verið að ræða og að ungt landslið Þýskalands hefði staðist sitt fyrsta alvöru próf.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira