Enski boltinn

Barrera kominn til West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

West Ham gekk í dag frá kaupum á mexíkóska landsliðsmanninum Pablo Barrera frá mexíkóska liðinu Pumas. Kaupverðið er í kringum 4 milljónir punda.

Barrera er annar leikmaðurinn sem West Ham fær í sumar en áður hafði liðið samið við Þjóðverjann Thomas Hitzlsperger.

"Ég er afar glaður með samninginn við West Ham og móttökurnar hafa verið ótrúlegar frá leikmönnum og þjálfurum," sagði Barrera.

West Ham er einnig á höttunum eftir Tal Ben Haim, leikmanni Portsmouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×