Lífið

Trommar í stað Dýra

Trommarinn hleypur í skarðið fyrir Dýra í nýrri kvikmynd um Prúðuleikarana.
Trommarinn hleypur í skarðið fyrir Dýra í nýrri kvikmynd um Prúðuleikarana.

Dave Grohl úr hljómsveitinni Foo Fighters verður í með í nýrri kvikmynd um Prúðuleikarana. Þar bætist hann í hóp með Jack Black, Ricky Gervais og Lady Gaga. Grohl hleypur í skarðið fyrir trommarann Dýra þegar hann þarf að fara á reiðistjórnunarnámskeið.

Grohl hefur áður komið fram í kvikmynd, eða í The Pick of Destiny með Tenacious D árið 2006. Grohl er þessa dagana að undirbúa nýja plötu með Foo Fighters, auk þess sem hann spilaði á trommur í einu lagi á nýjustu plötu Michaels Jackson, Michael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.