Þessir dæma í Skotlandi um helgina - dómaraverkfallið rifjað upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2010 13:18 Leikmenn eru ekki alltaf sáttir við dómarann, eins og Kenny Miller, leikmaður Rangers, sýnir dómaranum Callum Murray hér. Nordic Photos / Getty Images Það verða dómarar frá Lúxemborg, Ísrael og Möltu sem munu dæma leikina sex í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Ástæðan er sú að skoskir dómarar verða í verkfalli um helgina, til að mótmæla þeirri gagnrýni sem þeir hafa fengið frá leikmönnum og starfsmönnum liða í haust. Stuðningsmenn hafa einnig látið til sín taka og sumir dómarar hafa fengið líflátshótanir frá þeim. Mál þetta hefur vakið mikla athygli síðan það fyrst kom upp á mánudaginn. Vísir greindi frá því þá.Kristinn Jakobsson tók það ekki í mál að fara til Skotlands.Á þriðjudagsmorgun bárust svo fregnir af því að skoska knattspyrnusambandið hefði leitað til knattspyrnusambanda í nágrannalöndunum og á Norðurlöndunum til að fá dómara lánaða til að fylla í skarð skosku dómaranna. Í fyrstu virtist sem svo að íslenskir dómarar myndu taka það að sér. En því var fljótlega neitað og sendi Félag deildardómara frá sér yfirlýsingu um málið. Þeir myndu standa með sínum starfsbræðrum í Skotlandi sem þverneituðu að hætta við verkfallið. Dómarar í Bretlandi, Írlandi og á Norðurlöndunum tóku allir í svipaðan streng. Því var næst snúið sér að öðrum Evrópulöndum með þeim árangri að leikirnir geta farið fram um helgina.Ekki var hægt að manna alla leiki í Skotlandi um helgina, til að mynda hjá Stirling Albion og Patrick Thistle í B-deildinni.Nordic Photos / Getty ImagesTil stóð að dómarar frá Póllandi og Portúgal myndu koma til Skotlands. En í gær var greint frá því að pólska sambandið hafi hætt við og meinað sínum dómurum að fara. Einn dómari frá Portúgal var kominn til Skotlands í gærkvöldi þegar hann ákvað skyndilega að hætta við og er hann farinn aftur til síns heima. Það skipti þó ekki máli þegar uppi var staðið því að fresta þurfti leik í bikarkeppninni sem átti að fara fram í dag. Það snjóaði í Skotlandi í nótt og var því ekki hægt að spila á vellinum þar sem leikurinn átti að fara fram. Dómari bikarleiksins, frá Möltu, var því settur á leik Hibernian og St. Johnstone sem portúgalski dómarinn átti upphaflega að dæma.Craig Thompson dæmdi leik Danmerkur og Íslands á Parken í september, sem og leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeildinni í vikunni. Þá rak hann Xabi Alonso og Sergio Ramos af velli í frægu máli en hann verður í verkfalli um helgina.Nordic Photos / Getty ImagesEkki tókst þó að manna alla leiki helgarinnar í Skotlandi og þurfti að til að mynda að fresta leikjum í skosku B-deildinni og bikarkeppninni vegna dómaraverkfallsins.Þessir dæma leiki helgarinnar í skosku úrvalsdeildinni:Laugardagur: Celtic - Inverness: Alain Hamer, Lúxemborg. Hamilton - St. Mirren: Meir Levy, Ísrael. Hibernian - St. Johnstone: Christian Lautier, Möltu. Kilmarnock - Aberdeen: Eli Hacmon, Ísrael.Sunnudagur: Dundee United - Rangers: Alain Hamer, Lúxemborg. Motherwell - Hearts: Meir Levy, Ísrael. Fótbolti Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Það verða dómarar frá Lúxemborg, Ísrael og Möltu sem munu dæma leikina sex í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Ástæðan er sú að skoskir dómarar verða í verkfalli um helgina, til að mótmæla þeirri gagnrýni sem þeir hafa fengið frá leikmönnum og starfsmönnum liða í haust. Stuðningsmenn hafa einnig látið til sín taka og sumir dómarar hafa fengið líflátshótanir frá þeim. Mál þetta hefur vakið mikla athygli síðan það fyrst kom upp á mánudaginn. Vísir greindi frá því þá.Kristinn Jakobsson tók það ekki í mál að fara til Skotlands.Á þriðjudagsmorgun bárust svo fregnir af því að skoska knattspyrnusambandið hefði leitað til knattspyrnusambanda í nágrannalöndunum og á Norðurlöndunum til að fá dómara lánaða til að fylla í skarð skosku dómaranna. Í fyrstu virtist sem svo að íslenskir dómarar myndu taka það að sér. En því var fljótlega neitað og sendi Félag deildardómara frá sér yfirlýsingu um málið. Þeir myndu standa með sínum starfsbræðrum í Skotlandi sem þverneituðu að hætta við verkfallið. Dómarar í Bretlandi, Írlandi og á Norðurlöndunum tóku allir í svipaðan streng. Því var næst snúið sér að öðrum Evrópulöndum með þeim árangri að leikirnir geta farið fram um helgina.Ekki var hægt að manna alla leiki í Skotlandi um helgina, til að mynda hjá Stirling Albion og Patrick Thistle í B-deildinni.Nordic Photos / Getty ImagesTil stóð að dómarar frá Póllandi og Portúgal myndu koma til Skotlands. En í gær var greint frá því að pólska sambandið hafi hætt við og meinað sínum dómurum að fara. Einn dómari frá Portúgal var kominn til Skotlands í gærkvöldi þegar hann ákvað skyndilega að hætta við og er hann farinn aftur til síns heima. Það skipti þó ekki máli þegar uppi var staðið því að fresta þurfti leik í bikarkeppninni sem átti að fara fram í dag. Það snjóaði í Skotlandi í nótt og var því ekki hægt að spila á vellinum þar sem leikurinn átti að fara fram. Dómari bikarleiksins, frá Möltu, var því settur á leik Hibernian og St. Johnstone sem portúgalski dómarinn átti upphaflega að dæma.Craig Thompson dæmdi leik Danmerkur og Íslands á Parken í september, sem og leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeildinni í vikunni. Þá rak hann Xabi Alonso og Sergio Ramos af velli í frægu máli en hann verður í verkfalli um helgina.Nordic Photos / Getty ImagesEkki tókst þó að manna alla leiki helgarinnar í Skotlandi og þurfti að til að mynda að fresta leikjum í skosku B-deildinni og bikarkeppninni vegna dómaraverkfallsins.Þessir dæma leiki helgarinnar í skosku úrvalsdeildinni:Laugardagur: Celtic - Inverness: Alain Hamer, Lúxemborg. Hamilton - St. Mirren: Meir Levy, Ísrael. Hibernian - St. Johnstone: Christian Lautier, Möltu. Kilmarnock - Aberdeen: Eli Hacmon, Ísrael.Sunnudagur: Dundee United - Rangers: Alain Hamer, Lúxemborg. Motherwell - Hearts: Meir Levy, Ísrael.
Fótbolti Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira