Þessir dæma í Skotlandi um helgina - dómaraverkfallið rifjað upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2010 13:18 Leikmenn eru ekki alltaf sáttir við dómarann, eins og Kenny Miller, leikmaður Rangers, sýnir dómaranum Callum Murray hér. Nordic Photos / Getty Images Það verða dómarar frá Lúxemborg, Ísrael og Möltu sem munu dæma leikina sex í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Ástæðan er sú að skoskir dómarar verða í verkfalli um helgina, til að mótmæla þeirri gagnrýni sem þeir hafa fengið frá leikmönnum og starfsmönnum liða í haust. Stuðningsmenn hafa einnig látið til sín taka og sumir dómarar hafa fengið líflátshótanir frá þeim. Mál þetta hefur vakið mikla athygli síðan það fyrst kom upp á mánudaginn. Vísir greindi frá því þá.Kristinn Jakobsson tók það ekki í mál að fara til Skotlands.Á þriðjudagsmorgun bárust svo fregnir af því að skoska knattspyrnusambandið hefði leitað til knattspyrnusambanda í nágrannalöndunum og á Norðurlöndunum til að fá dómara lánaða til að fylla í skarð skosku dómaranna. Í fyrstu virtist sem svo að íslenskir dómarar myndu taka það að sér. En því var fljótlega neitað og sendi Félag deildardómara frá sér yfirlýsingu um málið. Þeir myndu standa með sínum starfsbræðrum í Skotlandi sem þverneituðu að hætta við verkfallið. Dómarar í Bretlandi, Írlandi og á Norðurlöndunum tóku allir í svipaðan streng. Því var næst snúið sér að öðrum Evrópulöndum með þeim árangri að leikirnir geta farið fram um helgina.Ekki var hægt að manna alla leiki í Skotlandi um helgina, til að mynda hjá Stirling Albion og Patrick Thistle í B-deildinni.Nordic Photos / Getty ImagesTil stóð að dómarar frá Póllandi og Portúgal myndu koma til Skotlands. En í gær var greint frá því að pólska sambandið hafi hætt við og meinað sínum dómurum að fara. Einn dómari frá Portúgal var kominn til Skotlands í gærkvöldi þegar hann ákvað skyndilega að hætta við og er hann farinn aftur til síns heima. Það skipti þó ekki máli þegar uppi var staðið því að fresta þurfti leik í bikarkeppninni sem átti að fara fram í dag. Það snjóaði í Skotlandi í nótt og var því ekki hægt að spila á vellinum þar sem leikurinn átti að fara fram. Dómari bikarleiksins, frá Möltu, var því settur á leik Hibernian og St. Johnstone sem portúgalski dómarinn átti upphaflega að dæma.Craig Thompson dæmdi leik Danmerkur og Íslands á Parken í september, sem og leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeildinni í vikunni. Þá rak hann Xabi Alonso og Sergio Ramos af velli í frægu máli en hann verður í verkfalli um helgina.Nordic Photos / Getty ImagesEkki tókst þó að manna alla leiki helgarinnar í Skotlandi og þurfti að til að mynda að fresta leikjum í skosku B-deildinni og bikarkeppninni vegna dómaraverkfallsins.Þessir dæma leiki helgarinnar í skosku úrvalsdeildinni:Laugardagur: Celtic - Inverness: Alain Hamer, Lúxemborg. Hamilton - St. Mirren: Meir Levy, Ísrael. Hibernian - St. Johnstone: Christian Lautier, Möltu. Kilmarnock - Aberdeen: Eli Hacmon, Ísrael.Sunnudagur: Dundee United - Rangers: Alain Hamer, Lúxemborg. Motherwell - Hearts: Meir Levy, Ísrael. Fótbolti Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Það verða dómarar frá Lúxemborg, Ísrael og Möltu sem munu dæma leikina sex í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Ástæðan er sú að skoskir dómarar verða í verkfalli um helgina, til að mótmæla þeirri gagnrýni sem þeir hafa fengið frá leikmönnum og starfsmönnum liða í haust. Stuðningsmenn hafa einnig látið til sín taka og sumir dómarar hafa fengið líflátshótanir frá þeim. Mál þetta hefur vakið mikla athygli síðan það fyrst kom upp á mánudaginn. Vísir greindi frá því þá.Kristinn Jakobsson tók það ekki í mál að fara til Skotlands.Á þriðjudagsmorgun bárust svo fregnir af því að skoska knattspyrnusambandið hefði leitað til knattspyrnusambanda í nágrannalöndunum og á Norðurlöndunum til að fá dómara lánaða til að fylla í skarð skosku dómaranna. Í fyrstu virtist sem svo að íslenskir dómarar myndu taka það að sér. En því var fljótlega neitað og sendi Félag deildardómara frá sér yfirlýsingu um málið. Þeir myndu standa með sínum starfsbræðrum í Skotlandi sem þverneituðu að hætta við verkfallið. Dómarar í Bretlandi, Írlandi og á Norðurlöndunum tóku allir í svipaðan streng. Því var næst snúið sér að öðrum Evrópulöndum með þeim árangri að leikirnir geta farið fram um helgina.Ekki var hægt að manna alla leiki í Skotlandi um helgina, til að mynda hjá Stirling Albion og Patrick Thistle í B-deildinni.Nordic Photos / Getty ImagesTil stóð að dómarar frá Póllandi og Portúgal myndu koma til Skotlands. En í gær var greint frá því að pólska sambandið hafi hætt við og meinað sínum dómurum að fara. Einn dómari frá Portúgal var kominn til Skotlands í gærkvöldi þegar hann ákvað skyndilega að hætta við og er hann farinn aftur til síns heima. Það skipti þó ekki máli þegar uppi var staðið því að fresta þurfti leik í bikarkeppninni sem átti að fara fram í dag. Það snjóaði í Skotlandi í nótt og var því ekki hægt að spila á vellinum þar sem leikurinn átti að fara fram. Dómari bikarleiksins, frá Möltu, var því settur á leik Hibernian og St. Johnstone sem portúgalski dómarinn átti upphaflega að dæma.Craig Thompson dæmdi leik Danmerkur og Íslands á Parken í september, sem og leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeildinni í vikunni. Þá rak hann Xabi Alonso og Sergio Ramos af velli í frægu máli en hann verður í verkfalli um helgina.Nordic Photos / Getty ImagesEkki tókst þó að manna alla leiki helgarinnar í Skotlandi og þurfti að til að mynda að fresta leikjum í skosku B-deildinni og bikarkeppninni vegna dómaraverkfallsins.Þessir dæma leiki helgarinnar í skosku úrvalsdeildinni:Laugardagur: Celtic - Inverness: Alain Hamer, Lúxemborg. Hamilton - St. Mirren: Meir Levy, Ísrael. Hibernian - St. Johnstone: Christian Lautier, Möltu. Kilmarnock - Aberdeen: Eli Hacmon, Ísrael.Sunnudagur: Dundee United - Rangers: Alain Hamer, Lúxemborg. Motherwell - Hearts: Meir Levy, Ísrael.
Fótbolti Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira