Pólverjar hættu við að senda dómara til Skotlands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2010 12:45 Dómari lyftir rauða spjaldinu á loft í leik Ragners og Celtic. Nordic Photos / Getty Images Til stóð að dómarar víða úr Evrópu, til að mynda Póllandi, myndu dæma leikina í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Nú hefur hins vegar knattspyrnusamband Póllands sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Skoskir dómarar ætla að fara í verkfall um helgina til að mótmæla þeirri gagnrýni sem þeir hafa mátt þola frá leikmönnum og starfsmönnum liða á leiktíðinni. Þá hafa þeir fengið það óþvegið frá stuðningsmönnum og sumir fengið líflátshótanir. Meðal annars var leitað til Íslands til að fá dómara til að dæma um helgina en Félag deildardómara á Íslandi ákvað að standa með starfsbræðrum sínum í baráttunni. Í gær staðfesti skoska knattspyrnusambandið að leikir helgarinnar í skosku úrvalsdeildinni myndu fara fram. Þeir eru sex talsins. Eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum í Skotlandi í dag höfðu forráðamenn skoska sambandsins samband við nánast öll knattspyrnusambönd Evrópulandanna og munu hafa fengið jákvæð viðbrögð frá Portúgal, Möltu og Ísrael. Íslenskir dómarar ætla ekki til Skotlands. Hér er Þóroddur Hjaltalín að ræða við þjálfara FH í leik í Pepsi-deildinni.Mynd/Daníel Það er hins vegar útlit fyrir að þeir þurfi að endurskipuleggja sig nú vegna pólsku dómaranna sem geta ekki komið. „Við munum ekki senda dómarana okkar til Skotlands á morgun því þeirra er þörf hér heima," sagði í yfirlýsingu frá pólska knattspyrnusambandinu í dag. Verkfallsaðgerðir skosku dómaranna eru umdeildar en sjálfir telja þeir að með þessu geti þeir bætt knattspyrnuna í Skotlandi. „Við höfum gefið fólki tækifæri til þess að segja að fólk ætti að koma öðruvísi fram við dómara," sagði John McKendrick, einn dómaranna. „Við viljum að þessi helgi verði notuð til að íhuga hvernig knattspyrnu við viljum hafa í þessu landi og halda áfram út frá því." Hann var ánægður með stuðning þeirra dómara, eins og þeirra frá Íslandi, sem vildu ekki dæma í Skotlandi um helgina. „Þessi stuðningur sem okkur hefur borist víða að hefur komið okkur gríðarlega mikið á óvart." Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Til stóð að dómarar víða úr Evrópu, til að mynda Póllandi, myndu dæma leikina í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Nú hefur hins vegar knattspyrnusamband Póllands sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Skoskir dómarar ætla að fara í verkfall um helgina til að mótmæla þeirri gagnrýni sem þeir hafa mátt þola frá leikmönnum og starfsmönnum liða á leiktíðinni. Þá hafa þeir fengið það óþvegið frá stuðningsmönnum og sumir fengið líflátshótanir. Meðal annars var leitað til Íslands til að fá dómara til að dæma um helgina en Félag deildardómara á Íslandi ákvað að standa með starfsbræðrum sínum í baráttunni. Í gær staðfesti skoska knattspyrnusambandið að leikir helgarinnar í skosku úrvalsdeildinni myndu fara fram. Þeir eru sex talsins. Eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum í Skotlandi í dag höfðu forráðamenn skoska sambandsins samband við nánast öll knattspyrnusambönd Evrópulandanna og munu hafa fengið jákvæð viðbrögð frá Portúgal, Möltu og Ísrael. Íslenskir dómarar ætla ekki til Skotlands. Hér er Þóroddur Hjaltalín að ræða við þjálfara FH í leik í Pepsi-deildinni.Mynd/Daníel Það er hins vegar útlit fyrir að þeir þurfi að endurskipuleggja sig nú vegna pólsku dómaranna sem geta ekki komið. „Við munum ekki senda dómarana okkar til Skotlands á morgun því þeirra er þörf hér heima," sagði í yfirlýsingu frá pólska knattspyrnusambandinu í dag. Verkfallsaðgerðir skosku dómaranna eru umdeildar en sjálfir telja þeir að með þessu geti þeir bætt knattspyrnuna í Skotlandi. „Við höfum gefið fólki tækifæri til þess að segja að fólk ætti að koma öðruvísi fram við dómara," sagði John McKendrick, einn dómaranna. „Við viljum að þessi helgi verði notuð til að íhuga hvernig knattspyrnu við viljum hafa í þessu landi og halda áfram út frá því." Hann var ánægður með stuðning þeirra dómara, eins og þeirra frá Íslandi, sem vildu ekki dæma í Skotlandi um helgina. „Þessi stuðningur sem okkur hefur borist víða að hefur komið okkur gríðarlega mikið á óvart."
Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira