Kaninn skildi ekki myndina Good Heart 20. desember 2010 12:00 Danskir blaðamenn hafa ausið lofi yfir nýjustu mynd Dags Kára, The Good Heart. Berlinske Tidende segir hana eina af myndum ársins. Bandarískir kollegar þeirra voru á öndverðum meiði. „Þrátt fyrir allt held ég að það sé einhver skandinavískur eða norður-evrópskur tónn í myndinni og ég held að þeir [Bandaríkjamenn] hafi tekið hlutum bókstaflega sem átti ekki að taka bókstaflega," segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, spurður út í hin misjöfnu viðbrögð við The Good Heart. Myndin hefur fengið frábæra dóma í Danmörku að undanförnu en hún var frumsýnd þarlendis á þriðjudaginn. Áður hafði myndin hlotið slæma dóma í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að sögusviðið sé New York og bandarískar stjörnur séu í aðalhlutverki. Dagur telur að Bandaríkjamenn hafi misskilið myndina og þess vegna hafi hún ekki fallið í kramið þar. „Hún hitti ekki alveg á þeirra bylgjulengd, virðist vera." Danir ausa aftur á móti lofi yfir hugarsmíð Dags Kára, sem er sérstaklega ánægjulegt fyrir leikstjórann því þar stundaði hann sitt kvikmyndanám og hefur verið með annan fótinn þar undanfarin ár. Dagblaðið Berlinske Tidende gefur myndinni fullt hús stiga og segir hana eina af þeim bestu á árinu og Politiken gefur henni fimm stjörnur. Kvikmyndamiðillinn Filmland á DR gefur myndinni sömuleiðis fimm í einkunn, af sex mögulegum. „Ég er rosalega ánægður. Þetta er eiginlega einróma lof yfir alla línuna. Þetta er breiður skali af blaðamönnum þannig að þetta er virkilega ánægjulegt," segir Dagur Kári og viðurkennir að þessi góðu viðbrögð hafi komið sér á óvart. „Í öðrum löndum hafa blaðamenn stundum skipst í tvær fylkingar, annað hvort gefið mjög góða dóma eða mjög slæma. Þarna er almenn ánægja." Þjóðverjar hafa einnig hrifist af myndinni og svo virðist því sem lokasprettur The Good Heart á þessu ári ætli að verða sérlega kröftugur. Sýnishornið úr myndinni má sjá hér að ofan. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira
Danskir blaðamenn hafa ausið lofi yfir nýjustu mynd Dags Kára, The Good Heart. Berlinske Tidende segir hana eina af myndum ársins. Bandarískir kollegar þeirra voru á öndverðum meiði. „Þrátt fyrir allt held ég að það sé einhver skandinavískur eða norður-evrópskur tónn í myndinni og ég held að þeir [Bandaríkjamenn] hafi tekið hlutum bókstaflega sem átti ekki að taka bókstaflega," segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, spurður út í hin misjöfnu viðbrögð við The Good Heart. Myndin hefur fengið frábæra dóma í Danmörku að undanförnu en hún var frumsýnd þarlendis á þriðjudaginn. Áður hafði myndin hlotið slæma dóma í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að sögusviðið sé New York og bandarískar stjörnur séu í aðalhlutverki. Dagur telur að Bandaríkjamenn hafi misskilið myndina og þess vegna hafi hún ekki fallið í kramið þar. „Hún hitti ekki alveg á þeirra bylgjulengd, virðist vera." Danir ausa aftur á móti lofi yfir hugarsmíð Dags Kára, sem er sérstaklega ánægjulegt fyrir leikstjórann því þar stundaði hann sitt kvikmyndanám og hefur verið með annan fótinn þar undanfarin ár. Dagblaðið Berlinske Tidende gefur myndinni fullt hús stiga og segir hana eina af þeim bestu á árinu og Politiken gefur henni fimm stjörnur. Kvikmyndamiðillinn Filmland á DR gefur myndinni sömuleiðis fimm í einkunn, af sex mögulegum. „Ég er rosalega ánægður. Þetta er eiginlega einróma lof yfir alla línuna. Þetta er breiður skali af blaðamönnum þannig að þetta er virkilega ánægjulegt," segir Dagur Kári og viðurkennir að þessi góðu viðbrögð hafi komið sér á óvart. „Í öðrum löndum hafa blaðamenn stundum skipst í tvær fylkingar, annað hvort gefið mjög góða dóma eða mjög slæma. Þarna er almenn ánægja." Þjóðverjar hafa einnig hrifist af myndinni og svo virðist því sem lokasprettur The Good Heart á þessu ári ætli að verða sérlega kröftugur. Sýnishornið úr myndinni má sjá hér að ofan. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira