Lífið

Ráðagóður Colin

Colin Farrell segir dvöl sína  á meðferðarstofnun hafa verið yndislega.
nordicphotos/getty
Colin Farrell segir dvöl sína á meðferðarstofnun hafa verið yndislega. nordicphotos/getty

Leikarinn Colin Farrell var gestur í breska spjallþættinum Chatty Man þar sem hann kynnti nýja kvikmynd sína, The Way Back.

Í þættinum var sagði Farrell meðal annars frá dvöl sinni á meðferðarstofnun sem hann segir ekki hafa verið svo slæma. „Þar var gott fólk, engar myndavélar og svo eyddi maður miklum tíma á sófa. Mér fannst þetta yndislegt, það er ekki oft sem þú dvelur á stað þar sem hópur fólks er samankominn til að bæta líf sitt. Þegar maður loks kemur út er heimurinn hræðilegur, öll lætin og áreitið. Þetta er allt mjög athyglisverð upplifun,“ sagði leikarinn.

Þegar Farrell var inntur eftir því hvort hann lumaði á góðum ráðum handa ungum mótleikara sínum í kvikmyndinni, Jim Sturgess, sagðist hann ekki vera rétti maðurinn til að ráðleggja öðrum. „Jú, ég er með eitt gott ráð. Ef þú ákveður einhvern daginn að gera kynlífsmyndband vertu viss um að taka myndbandið með þér um leið og þú ferð,“ sagði hann, en kynlífsmyndband með leikaranum lak á netið árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.