Lífið

Fetar í fótspor mömmu

Ákveðin stúlka
Júlía Tómasdóttir er aðeins þrettán ára gömul en er þegar farin að taka að sér verkefni sem stílisti.
fréttablaðið/valli
Ákveðin stúlka Júlía Tómasdóttir er aðeins þrettán ára gömul en er þegar farin að taka að sér verkefni sem stílisti. fréttablaðið/valli

Júlía Tómasdóttir er aðeins þrettán ára gömul en þykir þrátt fyrir ungan aldur efnilegur stílisti. Júlía hefur ekki langt að sækja hæfileikana því móðir hennar, Alda Björg Guðjónsdóttir, er einn eftirsóttasti stílisti landsins.

Júlía hefur fengið að fylgja móður sinni í vinnunna alveg frá því hún var barn en undanfarið ár hefur hún verið að taka að sér eigin stílistaverkefni. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt starf og þetta er það sem ég vil gera í framtíðinni," segir Júlía. Hún hefur tekið að sér búningahönnun fyrir tvær stuttmyndir eins nemanda í Kvikmyndaskóla Íslands og segir þau verkefni hafa verið mjög skemmtileg. „Ég vann við tvær stuttmyndir eftir Ingva Hrafn sem er í Kvikmyndaskólanum og svo aðstoðaði ég Steinunni Þórðardóttir við förðun í annari mynd í leikstjórn Ómars Haukssonar. Ég er samt ekki að þessu fyrir peninginn því ég fæ ekkert greitt fyrir þetta, ég er fyrst og fremst að safna í reynslubankann," segir Júlía sem vill helst vinna við kvikmyndagerð eða eitthvað því tengdu.

Alda Björg, móðir Júlíu, rekur fyrirtækið Snyrtilegan kæðnað og segist Júlía vel geta hugsað sér að taka við rekstri fyrirtækisins einhverntíman í framtíðinni. „Ég er alveg ákveðin í því að halda áfram í þessum bransa og ég held að mamma sé sátt við að ég feti í hennar fótspor. Hún getur eiginlega ekki sett sig upp á móti því þar sem þetta er í raun henni að kenna, hún kom mér út í þennan bransa," segir Júlía og hlær.

Innt eftir því hvort hún sé dugleg að versla föt svarar Júlía játandi og viðurkennir að hún eigi stórt safn af fötum. „Mér finnst mjög gaman að kíkja í búðir og kaupa mér föt. Ég og bræður mínir eigum saman fataherbergi og ég tek mest allt plássið þar inni." Júlía segist stefna á framhaldsnám erlendis og er draumurinn að fá inngöngu inn í Juliard háskólann í New York. „Ég heimsótti New York í fyrsta sinn í mars og fannst borgin svo frábær að ég ákvað strax að flytja þangað út um leið og ég get. Mannlífið var svo fjölbreytilegt og svo eru tískuverslanirnar auðvitað lokkandi." sara@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.