Enski boltinn

Denilson man ekkert eftir því sem gerðist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Denilson í leiknum á móti Everton um helgina.
Denilson í leiknum á móti Everton um helgina.
Denilson stefnir að því að ná leik Arsenal á móti Bolton á sunnudaginn þrátt fyrir að hafa verið borinn af velli í 2-2 jafntefli liðsins á móti Everton um helgina.

„Ég man ekki hvað gerðist," sagði Denilson sem hrundi allt í einu niður þegar hann var með boltann óáreittur á miðjum vellinum.

„Ég var bara að hlaupa með boltann þegar ég fann mikinn sársauka í síðunni. Ég gat hvorki hlaupið né stoppað boltann en mér líður vel núna," sagði Denilson við Press Association.

„Ég þarf að fara í myndatöku og eftir hana vitum við nánar hversu lengi ég verð frá. Ég held samt að ég verði tilbúinn fyrir leikinn í Bolton á sunnudaginn," sagði þessi 21 árs Brasilíumaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×