Fótbolti

Evra mun segja sögu franska landsliðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Evra eftir leikinn í gær.
Evra eftir leikinn í gær.

Patrice Evra hóf HM sem fyrirliði Frakka en endaði á bekknum eftir að hafa lent upp á kant við þjálfaralið landsliðsins. Hann er miður sín yfir skrípaleiknum sem Frakkar stóðu fyrir á mótinu og ætlar sér að greina frá því hvað þar gekk á.

"Ég finn til með öllum Frökkum. Nú er kominn tími til þess að biðjast afsökunar. Ég hefði beðist afsökunar í gær en þá var þjálfarinn búinn að banna mér að tala við fjölmiðla. Það þarf að gera upp þennan tíma. Franska þjóðin á skilið að heyra hvað gekk eiginlega á hjá okkur. Ég mun segja satt og rétt frá. Ég hef ekkert að fela," sagði Evra.

Þessi magnaði bakvörður er sagður vera einn af höfuðpaurum uppreisnarseggjanna í hópnum en hann segist ekki hafa gert nein mistök.

"Það var alls ekki gert of mikið úr því hvernig okkur leið. Við reyndum að koma því á framfæri við þjálfarana. Mér var svo hent úr liðinu þó svo engin góð afsökun væri fyrir því. Þetta hafa verið virkilega erfiðir tímar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×