Bandaríkin og England áfram eftir dramatískar lokamínútur - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2010 15:50 Jermain Defoe fagnar marki sínu í dag. Það var mikil dramatík í lokaumferð C-riðils á HM í Suður-Afríku í dag. Bandaríkin stóð uppi sem sigurvegari riðilsins eftir dramatískan 1-0 sigur á Alsír og England varð í öðru sæti með 1-0 sigri á Slóveníu. Jermain Defoe var hetja Englendinga í dag en hann skoraði af stuttu færi á 22. mínútu eftir fyrirgjöf James Milner frá hægri. Báðir komu inn í byrjunarliðið í dag í stað þeirra Emile Heskey og Aaron Lennon. Englendingar stjórnuðu leiknum í dag og fengu fullt af færum til að bæta við mörkum. Besta færið til að auka forystuna fékk Wayne Rooney þegar hann átti skot sem markvörður Slóveníu varði í stöng. Rooney var svo tekinn af velli þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum en hann var þá byrjaður að haltra. Slóvenar fengu svo ágæt færi til að jafna metin og það var mikil spenna í leiknum á síðustu mínútunum. Englendingar bökkuðu og ætluðu að verja forskotið en það virtist oft standa tæpt. En taktíkin virkaði og Englendingar fögnuðu sætum sigri. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á hjá Englandi í keppninni til þessa er liðið enn taplaust og fékk aðeins eitt mark á sig í riðlakeppninni. Englendingar urðu þó að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem að Bandaríkin vann Alsír á marki sem var skorað á sama augnabliki og leikur Englands og Slóveníu var flautaður af. Þeir bandarísku höfðu fengið mýgrút færa til að komast yfir en biðu þar til í uppbótartíma til að skora. Meðal annars skoraði Bandaríkin mark í fyrri hálfleik sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Eftir þunga sókn kom skot að marki sem markvörður Alsír náði ekki að halda. Landon Donovan náði frákastinu og skoraði með föstu skoti við gríðarlegan fögnuð bandarísku leikmannanna. England mætir því sigurvegaranum í D-riðli á sunnudaginn klukkan 14.00 en Bandaríkin liðinu sem verður í öðru sæti í D-riðli á laugardaginn klukkan 18.30. Ef Þýskaland vinnur Gana í lokaumferð D-riðils í kvöld eru allar líkur á því að England og Þýskaland muni mætast í 16-liða úrslitunum á sunnudag.Samantektir úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Það var mikil dramatík í lokaumferð C-riðils á HM í Suður-Afríku í dag. Bandaríkin stóð uppi sem sigurvegari riðilsins eftir dramatískan 1-0 sigur á Alsír og England varð í öðru sæti með 1-0 sigri á Slóveníu. Jermain Defoe var hetja Englendinga í dag en hann skoraði af stuttu færi á 22. mínútu eftir fyrirgjöf James Milner frá hægri. Báðir komu inn í byrjunarliðið í dag í stað þeirra Emile Heskey og Aaron Lennon. Englendingar stjórnuðu leiknum í dag og fengu fullt af færum til að bæta við mörkum. Besta færið til að auka forystuna fékk Wayne Rooney þegar hann átti skot sem markvörður Slóveníu varði í stöng. Rooney var svo tekinn af velli þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum en hann var þá byrjaður að haltra. Slóvenar fengu svo ágæt færi til að jafna metin og það var mikil spenna í leiknum á síðustu mínútunum. Englendingar bökkuðu og ætluðu að verja forskotið en það virtist oft standa tæpt. En taktíkin virkaði og Englendingar fögnuðu sætum sigri. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á hjá Englandi í keppninni til þessa er liðið enn taplaust og fékk aðeins eitt mark á sig í riðlakeppninni. Englendingar urðu þó að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem að Bandaríkin vann Alsír á marki sem var skorað á sama augnabliki og leikur Englands og Slóveníu var flautaður af. Þeir bandarísku höfðu fengið mýgrút færa til að komast yfir en biðu þar til í uppbótartíma til að skora. Meðal annars skoraði Bandaríkin mark í fyrri hálfleik sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Eftir þunga sókn kom skot að marki sem markvörður Alsír náði ekki að halda. Landon Donovan náði frákastinu og skoraði með föstu skoti við gríðarlegan fögnuð bandarísku leikmannanna. England mætir því sigurvegaranum í D-riðli á sunnudaginn klukkan 14.00 en Bandaríkin liðinu sem verður í öðru sæti í D-riðli á laugardaginn klukkan 18.30. Ef Þýskaland vinnur Gana í lokaumferð D-riðils í kvöld eru allar líkur á því að England og Þýskaland muni mætast í 16-liða úrslitunum á sunnudag.Samantektir úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira