Ævintýramyndin Avatar tekjuhæst tvö ár í röð 21. desember 2010 18:45 avatar Stórmyndin Avatar var tekjuhæsta mynd áranna 2009 og 2010, sem er einstakur árangur. Tekjuhæsta mynd áranna 2009 og 2010 er ævintýramyndin Avatar. Þessi árangur á sér engin fordæmi í íslenskri kvikmyndasögu. Avatar var tekjuhæsta kvikmynd áranna 2009 og 2010 á Íslandi. Alls halaði myndin inn um 143 milljónir króna, þar af rúmar 90 á þessu ári. 118 þúsund manns hafa jafnframt borgað sig inn á myndina, þar af tæp 74 þúsund á þessu ári, en myndin var frumsýnd á annan í jólum í fyrra. Þá lenti hún í fimmta sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar. Þessar miklu tekjur tvö ár í röð eru ótrúlegur árangur sem á sér engin fordæmi hér á landi. „Þetta er einstakur árangur. Við vorum með gríðarlega mikla samkeppni því Bjarnfreðarson var sýnd á sama tíma en orðsporið og bíóupplifunin var það mikil, enda byltingarkennd mynd," segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu. „Hvenær fær maður að upplifa þetta aftur? Kannski ef Avatar 2 kemur," segir hann í léttum dúr. Avatar varð í fimmta sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar í fyrra, enda frumsýnd seint á árinu, en í efsta sæti yfir þær tekjuhæstu. Það sem af er þessu ári eru hún aftur á móti langefst bæði ef miðað er við tekjur og aðsókn. Í öðru sæti í ár þegar bæði tekjur og aðsókn eru tekin með í reikninginn er Inception með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, og í því þriðja er teiknimyndin Toy Story 3. Avatar er þriðja aðsóknarmesta mynd Íslands síðan opinberar mælingar hófust árið 1995. Aðeins stórmyndin Titanic og Mamma Mia! standa henni framar. 124 þúsund manns sáu stórslysamyndina í bíói á meðan um 119 þúsund sáu Abba-söngvamyndina. Rétt á eftir kemur Avatar með 118 þúsund, eins og áður segir. Ein mynd til viðbótar hefur náð yfir 100 þúsund manna mörkin í aðsókn hér á landi, hin sígilda Með allt á hreinu sem á bilinu 110 til 115 þúsund Íslendingar sáu, að því er talið er. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Tekjuhæsta mynd áranna 2009 og 2010 er ævintýramyndin Avatar. Þessi árangur á sér engin fordæmi í íslenskri kvikmyndasögu. Avatar var tekjuhæsta kvikmynd áranna 2009 og 2010 á Íslandi. Alls halaði myndin inn um 143 milljónir króna, þar af rúmar 90 á þessu ári. 118 þúsund manns hafa jafnframt borgað sig inn á myndina, þar af tæp 74 þúsund á þessu ári, en myndin var frumsýnd á annan í jólum í fyrra. Þá lenti hún í fimmta sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar. Þessar miklu tekjur tvö ár í röð eru ótrúlegur árangur sem á sér engin fordæmi hér á landi. „Þetta er einstakur árangur. Við vorum með gríðarlega mikla samkeppni því Bjarnfreðarson var sýnd á sama tíma en orðsporið og bíóupplifunin var það mikil, enda byltingarkennd mynd," segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu. „Hvenær fær maður að upplifa þetta aftur? Kannski ef Avatar 2 kemur," segir hann í léttum dúr. Avatar varð í fimmta sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar í fyrra, enda frumsýnd seint á árinu, en í efsta sæti yfir þær tekjuhæstu. Það sem af er þessu ári eru hún aftur á móti langefst bæði ef miðað er við tekjur og aðsókn. Í öðru sæti í ár þegar bæði tekjur og aðsókn eru tekin með í reikninginn er Inception með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, og í því þriðja er teiknimyndin Toy Story 3. Avatar er þriðja aðsóknarmesta mynd Íslands síðan opinberar mælingar hófust árið 1995. Aðeins stórmyndin Titanic og Mamma Mia! standa henni framar. 124 þúsund manns sáu stórslysamyndina í bíói á meðan um 119 þúsund sáu Abba-söngvamyndina. Rétt á eftir kemur Avatar með 118 þúsund, eins og áður segir. Ein mynd til viðbótar hefur náð yfir 100 þúsund manna mörkin í aðsókn hér á landi, hin sígilda Með allt á hreinu sem á bilinu 110 til 115 þúsund Íslendingar sáu, að því er talið er. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“