Fótbolti

Bellamy mætti ekki í landsliðsferðalagið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy í leik með Manchester City.
Craig Bellamy í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Craig Bellamy lét ekki sjá sig þegar að landslið Wales flaug til Svartfjallalands í morgun en liðið leikur þar vináttulandsleik á miðvikudaginn.

Þetta vakti nokkra furðu forráðamanna landsliðsins sem hafa ekkert heyrt frá Bellamy né heldur Manchester City, félagi hans.

„Leikmaðurinn og félagið voru látin vita fyrir þó nokkru síðan en í gærkvöldi höfðum við ekkert heyrt frá honum sjálfum né nokkrum frá félaginu," sagði talsmaður knattspyrnusambands Wales í samtali við breska fjölmiðla í dag.

„Og ekki heldur í morgun. Við vonum bara að það sé í lagi með leikmanninn," bætti hann við.

Bellamy lék ekki með City í vináttuleik gegn Rangers á miðvikudaginn og sagði Mark Hughes, stjóri City, að Bellamy ætti í vandræðum með hnémeiðsli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×