Spilar fyrir milljónir Þjóðverja 11. febrúar 2009 04:00 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í einum vinsælasta tónlistarþætti Þýskalands í lok mars. Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. Hann segist ekki hafa þorað öðru en að taka þessu boði því ekki veiti af frekari kynningu þar í landi. „Ég er ekki búinn að vera það duglegur að spila í Þýskalandi. Ég hef farið í túr um Þýskaland svona tvisvar en bara í mýflugumynd," segir hann og ætlar að nýta ferðalagið og halda þar fleiri tónleika. Pétur mun spila ásamt hljómsveit sinni í heilar 75 mínútur fyrir framan hóp sjónvarpsáhorfenda og þarf því að vera í hörkuformi þegar stóra stundin rennur upp. „Ég þarf að vera ansi vel búinn undir þetta," viðurkennir hann og hlakkar til verkefnisins. Þátturinn, sem heitir Rockpalast, verður tekinn upp eins og um beina útsendingu sé að ræða en hann verður þó ekki sýndur beint, heldur um tveimur vikum seinna. Pétur hefur annars í nógu að snúast hér heima. Hann tekur þátt í uppfærslu Íslenska dansflokksins á verkinu Velkomin heim auk þess sem hann er önnum kafinn við upptökur á nýrri plötu með Ellen Kristjánsdóttur sem er væntanleg fyrir jólin. Eftir að henni lýkur ætlar hann að taka upp sína aðra sólóplötu, sem einnig kemur út fyrir jólin ef allt gengur að óskum. - fb Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. Hann segist ekki hafa þorað öðru en að taka þessu boði því ekki veiti af frekari kynningu þar í landi. „Ég er ekki búinn að vera það duglegur að spila í Þýskalandi. Ég hef farið í túr um Þýskaland svona tvisvar en bara í mýflugumynd," segir hann og ætlar að nýta ferðalagið og halda þar fleiri tónleika. Pétur mun spila ásamt hljómsveit sinni í heilar 75 mínútur fyrir framan hóp sjónvarpsáhorfenda og þarf því að vera í hörkuformi þegar stóra stundin rennur upp. „Ég þarf að vera ansi vel búinn undir þetta," viðurkennir hann og hlakkar til verkefnisins. Þátturinn, sem heitir Rockpalast, verður tekinn upp eins og um beina útsendingu sé að ræða en hann verður þó ekki sýndur beint, heldur um tveimur vikum seinna. Pétur hefur annars í nógu að snúast hér heima. Hann tekur þátt í uppfærslu Íslenska dansflokksins á verkinu Velkomin heim auk þess sem hann er önnum kafinn við upptökur á nýrri plötu með Ellen Kristjánsdóttur sem er væntanleg fyrir jólin. Eftir að henni lýkur ætlar hann að taka upp sína aðra sólóplötu, sem einnig kemur út fyrir jólin ef allt gengur að óskum. - fb
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“