Fótbolti

Ekkert pláss fyrir Vieira í landsliðshópi Frakklands

Ómar Þorgeirsson skrifar
Patrick Vieira.
Patrick Vieira. Nordic photos/AFP

Landsliðsþjálfarinn Raymond Domenech hjá Frakklandi hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir umspilsleikina gegn Írlandi um laust sæti á lokakeppni HM 2010 í Suður-Afríku.

Fyrri leikur þjóðanna fer fram í Dyflinni 14. nóvember næstkomandi en seinni leikurinn fjórum dögum síðar í París.

Athygli vekur að ekkert pláss er fyrir miðjumanninn gamalreynda Patrick Vieira í landsliðshópnum en nýliðarnir Cedric Carrasso og Aly Cissokho inn í hópinn fyrir leikina mikilvægu.

Frakkar verða án Franck Ribery og Gael Clichy sem eru frá vegna meiðsla.

Landsliðshópur Frakklands:

Cedric Carrasso (Bordeaux), Hugo Lloris (Lyon), Steve Mandanda (Marseille), Eric Abidal (Barcelona), Aly Cissokho (Lyon), Patrice Evra (Manchester United), Julien Escude (Sevilla), Rod Fanni (Rennes), William Gallas (Arsenal), Bacary Sagna (Arsenal), Sebastien Squillaci (Sevilla), Abou Diaby (Arsenal), Alou Diarra (Bordeaux), Lassana Diarra (Real Madrid), Yoann Gourcuff (Bordeaux), Moussa Sissoko (Toulouse), Jeremy Toulalan (Lyon), Nicolas Anelka (Chelsea), Karim Benzema (Real Madrid), Andre-Pierre Gignac (Toulouse), Sidney Govou (Lyon), Thierry Henry (Barcelona), Florent Malouda (Chelsea), Loic Remy (Nice).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×