Enski boltinn

Grétar Rafn skilur ekki gagnrýni á Megson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton.
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images
Grétar Rafn Steinsson segir í samtali við enska fjölmiðla að hann skilur ekki af hverju Gary Megson, stjóri Bolton, fær ekki það hrós sem hann á skilið.

Á sama tíma í fyrra var Bolton í mikilli fallhættu eftir að hafa spilað undir stjórn Sammy Lee. Megson var fenginn til að bjarga félaginu sem hann vissulega gerði. Bolton er nánast öruggt með sætið sitt nú en liðið er í þrettánda sæti með 40 stig og gæti aðeins fallið á markatölu.

„Gary hefur unnið frábært starf hér hjá Bolton," sagði Grétar Rafn. „Þegar ég kom til félagsins var allt í rúst og mikið af neikvæðum hlutum í gangi. Síðan þá höfum við náð að snúa þessu okkur í hag og það á stuttum tíma. Gary hefur staðið sig vel jafnvel þótt að hann hafi mátt þola gagnrýni."

„Ég held að við þurfum að líta á heildarmyndina og athuga í hvað deild við erum og hver okkar staða er. Við þurfum að minnka það neikvæða og vera jákvæðir," sagði Grétar Rafn.

Bolton mætir Hull í næsta leik en síðarnefnda liðið er nú í fallsæti og mun því leggja allt í sölurnar í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×