Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham var eðlilega í skýjunum með 9-1 sigur sinna manna gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Redknapp hrósaði sérstaklega framherjanum Jermain Defoe sem gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk.
„Þetta var ótrúlegt afrek hjá Defoe að skora fimm mörk. Hann var mjög ferskur á æfingu í gær og ég var að vonast til þess að hann gæti haldið áfram í leiknum í dag og það gekk heldur betur eftir.
Það gerist hins vegar ekki oft að liðið manns skori níu mörk og hvað þá í ensku úrvalsdeildinni.
Ég er hins vegar sannfærður um að Roberto Martinez mun rétta úr kútnum með Wigan strax í næsta leik," sagði Redknapp í leikslok í dag.