Innlent

Árshátíð Icebank er í kvöld

Starfsfólk Icebank heldur árshátíð í kvöld, þá síðustu að sinni.
Starfsfólk Icebank heldur árshátíð í kvöld, þá síðustu að sinni.

Árshátíð Icebank verður haldin í kvöld en starfsfólk bankans fengu þær fréttir nú rétt fyrir kvöldmat að bankinn yrði settur í greiðslustöðvun.

Greiðslumiðlun bankans fer undir Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráðherrann, Gylfi Magnússon, sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að hugur hans væri hjá starfsfólki Sparisjóðabankans auk SPRON sem fengu erfiðar fréttir í kvöld.

Það er ljóst að flestir munu missa vinnu sína hjá Sparisjóðabankanum í ljósi aðstæðna. Ekki er ljóst hvar árshátíðin verður haldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×